Ísland, einungis fyrir auðmenn! Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2011 06:30 Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun