Ísland, einungis fyrir auðmenn! Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2011 06:30 Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar