Breytum lífi annarra Gunnar Hersveinn skrifar 3. ágúst 2011 07:00 Það skiptir ekki máli hvort það eru þúsund eða þúsund sinnum þúsund manns sem þjást, félagslegt óréttlæti eða hungursneyð – faðmurinn á að vera opinn. Það skiptir heldur ekki máli hvort neyðin er fjarlæg eða nálæg, það er iðulega gott að rétta fram hjálparhönd og andmæla því heimsskipulagi sem viðheldur ranglæti. Við getum breytt lífi annarra, bæði viðhorfum samborgara okkar og lífsskilyrðum fólks í öðrum heimsálfum. Okkur bjóðast ótal tækifæri til þess. Án tafar getum við gefið pening til hjálparstarfa, við getum knúið á um breytingar og við getum jafnvel farið á vettvang sem sjálfboðaliðar. Allt, ef við bara viljum. Þylja má upp ógnvekjandi tölur um neyð barna og fullorðinna, stundum vegna þurrka, stundum vega flóða og stundum vegna stjórnarfars. Hér er dæmi um tölu: Um það bil 700 þúsund börn í Austur-Afríku eru lífshættulega vannærð og þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Mat skortir, lyf, hreint vatn, skjól og öryggi – allt þetta er til reiðu, allar forsendur, öll gæði. Hægt er að breyta heiminum til betri vegar á áratug – bara ef við viljum ryðja hindrunum úr vegi. Bíðum ekki eftir að gömlu heimsveldin rétti fram hramminn. Notum eigin hjálparhendur! Fátækt, óréttlæti, efnahagslegt misrétti, pólitík og félagslega slæmar aðstæður vekja hatur og ofbeldi og viðhalda neyðinni. Misskipting gæða, kúgun, arðrán og áróður sem skipar fólki á bása eftir uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálum veldur dauða saklausra. Vandinn er fjölþættur en lausnin er til – bara ef við viljum. Magn skiptir ekki máli, nafn ekki heldur, ekki litarháttur, búseta, kyn, staða né neitt annað þegar beðið er um hjálp og mannúð. Aðstoðin er skilyrðislaus og enginn á að þurfa að greiða hana til baka. Hún er gjöf sem gott er að gefa og hefur gæfu að geyma. Okkur ber að standa vörð um gæðin sem við búum við – en við eigum þau ekki skilið nema við leyfum öðrum að njóta. Fyrst í stað gefum við nauðsynjar og síðan þekkingu til að breyta lífsskilyrðum til betri vegar og jafna hlutskipti milli manna. Heimsskipulag þar sem fámennur karlahópur þykist eiga 99% auðs í heiminum skapar aðeins neyð fyrir æ fleiri. Slík heimsskipan má gjarnan hrynja. Íslendingum býðst núna tækifæri til að gefa hjálparsamtökum sem koma börnum og fullorðnum í Austur-Afríku til hjálpar um þessar mundir. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar eru meðal þeirra sem koma gjöfunum til skila. Gefum og tökum síðan til við að breyta heiminum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það skiptir ekki máli hvort það eru þúsund eða þúsund sinnum þúsund manns sem þjást, félagslegt óréttlæti eða hungursneyð – faðmurinn á að vera opinn. Það skiptir heldur ekki máli hvort neyðin er fjarlæg eða nálæg, það er iðulega gott að rétta fram hjálparhönd og andmæla því heimsskipulagi sem viðheldur ranglæti. Við getum breytt lífi annarra, bæði viðhorfum samborgara okkar og lífsskilyrðum fólks í öðrum heimsálfum. Okkur bjóðast ótal tækifæri til þess. Án tafar getum við gefið pening til hjálparstarfa, við getum knúið á um breytingar og við getum jafnvel farið á vettvang sem sjálfboðaliðar. Allt, ef við bara viljum. Þylja má upp ógnvekjandi tölur um neyð barna og fullorðinna, stundum vegna þurrka, stundum vega flóða og stundum vegna stjórnarfars. Hér er dæmi um tölu: Um það bil 700 þúsund börn í Austur-Afríku eru lífshættulega vannærð og þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Mat skortir, lyf, hreint vatn, skjól og öryggi – allt þetta er til reiðu, allar forsendur, öll gæði. Hægt er að breyta heiminum til betri vegar á áratug – bara ef við viljum ryðja hindrunum úr vegi. Bíðum ekki eftir að gömlu heimsveldin rétti fram hramminn. Notum eigin hjálparhendur! Fátækt, óréttlæti, efnahagslegt misrétti, pólitík og félagslega slæmar aðstæður vekja hatur og ofbeldi og viðhalda neyðinni. Misskipting gæða, kúgun, arðrán og áróður sem skipar fólki á bása eftir uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálum veldur dauða saklausra. Vandinn er fjölþættur en lausnin er til – bara ef við viljum. Magn skiptir ekki máli, nafn ekki heldur, ekki litarháttur, búseta, kyn, staða né neitt annað þegar beðið er um hjálp og mannúð. Aðstoðin er skilyrðislaus og enginn á að þurfa að greiða hana til baka. Hún er gjöf sem gott er að gefa og hefur gæfu að geyma. Okkur ber að standa vörð um gæðin sem við búum við – en við eigum þau ekki skilið nema við leyfum öðrum að njóta. Fyrst í stað gefum við nauðsynjar og síðan þekkingu til að breyta lífsskilyrðum til betri vegar og jafna hlutskipti milli manna. Heimsskipulag þar sem fámennur karlahópur þykist eiga 99% auðs í heiminum skapar aðeins neyð fyrir æ fleiri. Slík heimsskipan má gjarnan hrynja. Íslendingum býðst núna tækifæri til að gefa hjálparsamtökum sem koma börnum og fullorðnum í Austur-Afríku til hjálpar um þessar mundir. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar eru meðal þeirra sem koma gjöfunum til skila. Gefum og tökum síðan til við að breyta heiminum!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun