Breytum lífi annarra Gunnar Hersveinn skrifar 3. ágúst 2011 07:00 Það skiptir ekki máli hvort það eru þúsund eða þúsund sinnum þúsund manns sem þjást, félagslegt óréttlæti eða hungursneyð – faðmurinn á að vera opinn. Það skiptir heldur ekki máli hvort neyðin er fjarlæg eða nálæg, það er iðulega gott að rétta fram hjálparhönd og andmæla því heimsskipulagi sem viðheldur ranglæti. Við getum breytt lífi annarra, bæði viðhorfum samborgara okkar og lífsskilyrðum fólks í öðrum heimsálfum. Okkur bjóðast ótal tækifæri til þess. Án tafar getum við gefið pening til hjálparstarfa, við getum knúið á um breytingar og við getum jafnvel farið á vettvang sem sjálfboðaliðar. Allt, ef við bara viljum. Þylja má upp ógnvekjandi tölur um neyð barna og fullorðinna, stundum vegna þurrka, stundum vega flóða og stundum vegna stjórnarfars. Hér er dæmi um tölu: Um það bil 700 þúsund börn í Austur-Afríku eru lífshættulega vannærð og þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Mat skortir, lyf, hreint vatn, skjól og öryggi – allt þetta er til reiðu, allar forsendur, öll gæði. Hægt er að breyta heiminum til betri vegar á áratug – bara ef við viljum ryðja hindrunum úr vegi. Bíðum ekki eftir að gömlu heimsveldin rétti fram hramminn. Notum eigin hjálparhendur! Fátækt, óréttlæti, efnahagslegt misrétti, pólitík og félagslega slæmar aðstæður vekja hatur og ofbeldi og viðhalda neyðinni. Misskipting gæða, kúgun, arðrán og áróður sem skipar fólki á bása eftir uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálum veldur dauða saklausra. Vandinn er fjölþættur en lausnin er til – bara ef við viljum. Magn skiptir ekki máli, nafn ekki heldur, ekki litarháttur, búseta, kyn, staða né neitt annað þegar beðið er um hjálp og mannúð. Aðstoðin er skilyrðislaus og enginn á að þurfa að greiða hana til baka. Hún er gjöf sem gott er að gefa og hefur gæfu að geyma. Okkur ber að standa vörð um gæðin sem við búum við – en við eigum þau ekki skilið nema við leyfum öðrum að njóta. Fyrst í stað gefum við nauðsynjar og síðan þekkingu til að breyta lífsskilyrðum til betri vegar og jafna hlutskipti milli manna. Heimsskipulag þar sem fámennur karlahópur þykist eiga 99% auðs í heiminum skapar aðeins neyð fyrir æ fleiri. Slík heimsskipan má gjarnan hrynja. Íslendingum býðst núna tækifæri til að gefa hjálparsamtökum sem koma börnum og fullorðnum í Austur-Afríku til hjálpar um þessar mundir. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar eru meðal þeirra sem koma gjöfunum til skila. Gefum og tökum síðan til við að breyta heiminum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það skiptir ekki máli hvort það eru þúsund eða þúsund sinnum þúsund manns sem þjást, félagslegt óréttlæti eða hungursneyð – faðmurinn á að vera opinn. Það skiptir heldur ekki máli hvort neyðin er fjarlæg eða nálæg, það er iðulega gott að rétta fram hjálparhönd og andmæla því heimsskipulagi sem viðheldur ranglæti. Við getum breytt lífi annarra, bæði viðhorfum samborgara okkar og lífsskilyrðum fólks í öðrum heimsálfum. Okkur bjóðast ótal tækifæri til þess. Án tafar getum við gefið pening til hjálparstarfa, við getum knúið á um breytingar og við getum jafnvel farið á vettvang sem sjálfboðaliðar. Allt, ef við bara viljum. Þylja má upp ógnvekjandi tölur um neyð barna og fullorðinna, stundum vegna þurrka, stundum vega flóða og stundum vegna stjórnarfars. Hér er dæmi um tölu: Um það bil 700 þúsund börn í Austur-Afríku eru lífshættulega vannærð og þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Mat skortir, lyf, hreint vatn, skjól og öryggi – allt þetta er til reiðu, allar forsendur, öll gæði. Hægt er að breyta heiminum til betri vegar á áratug – bara ef við viljum ryðja hindrunum úr vegi. Bíðum ekki eftir að gömlu heimsveldin rétti fram hramminn. Notum eigin hjálparhendur! Fátækt, óréttlæti, efnahagslegt misrétti, pólitík og félagslega slæmar aðstæður vekja hatur og ofbeldi og viðhalda neyðinni. Misskipting gæða, kúgun, arðrán og áróður sem skipar fólki á bása eftir uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálum veldur dauða saklausra. Vandinn er fjölþættur en lausnin er til – bara ef við viljum. Magn skiptir ekki máli, nafn ekki heldur, ekki litarháttur, búseta, kyn, staða né neitt annað þegar beðið er um hjálp og mannúð. Aðstoðin er skilyrðislaus og enginn á að þurfa að greiða hana til baka. Hún er gjöf sem gott er að gefa og hefur gæfu að geyma. Okkur ber að standa vörð um gæðin sem við búum við – en við eigum þau ekki skilið nema við leyfum öðrum að njóta. Fyrst í stað gefum við nauðsynjar og síðan þekkingu til að breyta lífsskilyrðum til betri vegar og jafna hlutskipti milli manna. Heimsskipulag þar sem fámennur karlahópur þykist eiga 99% auðs í heiminum skapar aðeins neyð fyrir æ fleiri. Slík heimsskipan má gjarnan hrynja. Íslendingum býðst núna tækifæri til að gefa hjálparsamtökum sem koma börnum og fullorðnum í Austur-Afríku til hjálpar um þessar mundir. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar eru meðal þeirra sem koma gjöfunum til skila. Gefum og tökum síðan til við að breyta heiminum!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar