Kögunarhóll undir valtara Lýður Árnason skrifar 3. ágúst 2011 07:15 Í fyrri viku tók kögunarhóll Þorsteins Pálssonar nýja stjórnarskrá til umfjöllunar. Orðrétt segir að sumar hugmyndir séu nýtilegar en aðrar ekki eins og gengur. Hvergi er tiltekið hvaða hugmyndir má nýta og hverjar ekki. Á hinn bóginn er farið yfir málsmeðferð þingsins og fullyrt að ríkisstjórnin hafi dýpkað ágreining sinn við Sjálfstæðisflokkinn með því að halda til streitu hugmynd sinni um stjórnlagaþing. Segir Þorsteinn ennfremur það einsdæmi að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár án samvinnu við næststærsta flokk þjóðþingsins. Viðhorf Þorsteins endurspegla þá hugmyndafræði að átakamiðja nýrrar stjórnarskrár sé innan þings en ekki utan. Um nákvæmlega þetta atriði hefur aldrei náðst samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn og gott að halda því til haga. Næst finnur Þorsteinn að stuttum starfstíma stjórnlagaráðs, að útilokað sé að búa til heilsteypta stjórnarskrá á fjórum mánuðum. Sannleikurinn er sá að gríðarlegur undirbúningur hefur átt sér stað, bæði með firnagóðri úttekt og tillögum stjórnlaganefndar, skipaðri af sérfræðingum á sínu sviði, og síðan með áhersluatriðum þjóðfundarins í fyrra. Grunnur alls þessa starfs er byggður á áralangri vinnu þingsins sem og erindisbréfum þjóðarinnar sjálfrar. Með þetta veganesti var stjórnlagaráði ætlað að reka smiðshöggið á verkið og færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það tókst, einróma 25-0 allra ráðsliða. Þorsteinn nefnir ekki þá merku staðreynd. Hinsvegar ámálgar Þorsteinn tímakreppuna og segir hana svo íþyngjandi að ekki hafi tekist að fullvinna greinargerðir og skila með lokaskjalinu. Sem er rétt en afhjúpar ágætlega hug hans til verksins. Þorsteinn kallar frumvarp stjórnlagaráðs áfanganiðurstöðu. Reyndar er ég sammála en á öðrum forsendum. Þorsteinn vill álagsprófa hina nýju stjórnarskrá með álitum sérfræðinga og tiltekur réttarheimspeki, stjórnmálafræði, hagfræði og lögfræði. Nefnir þessu til stuðnings ný fiskveiðistjórnunarlög sem átti að afgreiða án slíkrar aðkomu. Það er ágætt því einmitt sá ferill endurspeglar prýðilega hve fingraför sérfræðinga og hagsmunaaðila fara vel saman. Þorsteinn gleymir hér meginstoð markátakandi álagsprófs sem er þjóðin sjálf. Hún er besti sérfræðingurinn og hún ein á að segja til um hvort hin nýja stjórnarskrá sé nothæf eða ekki. Þorsteinn efast um nægilega ígrundun stjórnlagaráðs, hvað skuli standa í stjórnarskrá og hvað í lögum. Þetta er vissulega álitamál en um leið matsatriði. Skjal stjórnlagaráðs er í þessu sem öðru málamiðlun allra ráðsliða og gildandi sem slíkt. Fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna telur Þorsteinn minnka vinnuálag þingsins og ábyrgð. Ekki get ég séð það nema síður sé. Þjóðarfrumkvæði nýrrar stjórnarskrár gerir beinlínis ráð fyrir þátttöku þingsins og aukið aðhald almennings eykur að sama skapi ábyrgð þingsins. Það er því engin mótsögn í hinni nýju stjórnarskrá varðandi þetta. Sé kögunarhóll Þorsteins Pálssonar dæmigerður fyrir viðhorf hófsamra sjálfstæðismanna þarf ekki að fjölyrða um afstöðu harðlínumanna. En einmitt þessi hræðsla við aðkomu þjóðarinnar að eigin málum skýrir áratuga töf og vafstur þingsins við mótun nýrrar stjórnarskrár. Þinginu reyndist ómögulegt að klára verkið og þannig vilja sumir hafa það áfram. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur veitti þjóðinni hinsvegar frumkvæði í þessu efni og það ber að þakka. Heildstæð tillaga stjórnlagaráðs liggur nú fyrir. Ekkert ríki skartar fullkominni stjórnarskrá en í anda þeirrar hugmyndafræði sem lagt var upp með hljóta allir landsmenn að teljast sérfræðingar þegar álagsprófa skal hina nýju stjórnarskrá. Andspænis þeirri breiðfylkingu mega valdaklíkur síns lítils og þangað er því best að leita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í fyrri viku tók kögunarhóll Þorsteins Pálssonar nýja stjórnarskrá til umfjöllunar. Orðrétt segir að sumar hugmyndir séu nýtilegar en aðrar ekki eins og gengur. Hvergi er tiltekið hvaða hugmyndir má nýta og hverjar ekki. Á hinn bóginn er farið yfir málsmeðferð þingsins og fullyrt að ríkisstjórnin hafi dýpkað ágreining sinn við Sjálfstæðisflokkinn með því að halda til streitu hugmynd sinni um stjórnlagaþing. Segir Þorsteinn ennfremur það einsdæmi að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár án samvinnu við næststærsta flokk þjóðþingsins. Viðhorf Þorsteins endurspegla þá hugmyndafræði að átakamiðja nýrrar stjórnarskrár sé innan þings en ekki utan. Um nákvæmlega þetta atriði hefur aldrei náðst samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn og gott að halda því til haga. Næst finnur Þorsteinn að stuttum starfstíma stjórnlagaráðs, að útilokað sé að búa til heilsteypta stjórnarskrá á fjórum mánuðum. Sannleikurinn er sá að gríðarlegur undirbúningur hefur átt sér stað, bæði með firnagóðri úttekt og tillögum stjórnlaganefndar, skipaðri af sérfræðingum á sínu sviði, og síðan með áhersluatriðum þjóðfundarins í fyrra. Grunnur alls þessa starfs er byggður á áralangri vinnu þingsins sem og erindisbréfum þjóðarinnar sjálfrar. Með þetta veganesti var stjórnlagaráði ætlað að reka smiðshöggið á verkið og færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það tókst, einróma 25-0 allra ráðsliða. Þorsteinn nefnir ekki þá merku staðreynd. Hinsvegar ámálgar Þorsteinn tímakreppuna og segir hana svo íþyngjandi að ekki hafi tekist að fullvinna greinargerðir og skila með lokaskjalinu. Sem er rétt en afhjúpar ágætlega hug hans til verksins. Þorsteinn kallar frumvarp stjórnlagaráðs áfanganiðurstöðu. Reyndar er ég sammála en á öðrum forsendum. Þorsteinn vill álagsprófa hina nýju stjórnarskrá með álitum sérfræðinga og tiltekur réttarheimspeki, stjórnmálafræði, hagfræði og lögfræði. Nefnir þessu til stuðnings ný fiskveiðistjórnunarlög sem átti að afgreiða án slíkrar aðkomu. Það er ágætt því einmitt sá ferill endurspeglar prýðilega hve fingraför sérfræðinga og hagsmunaaðila fara vel saman. Þorsteinn gleymir hér meginstoð markátakandi álagsprófs sem er þjóðin sjálf. Hún er besti sérfræðingurinn og hún ein á að segja til um hvort hin nýja stjórnarskrá sé nothæf eða ekki. Þorsteinn efast um nægilega ígrundun stjórnlagaráðs, hvað skuli standa í stjórnarskrá og hvað í lögum. Þetta er vissulega álitamál en um leið matsatriði. Skjal stjórnlagaráðs er í þessu sem öðru málamiðlun allra ráðsliða og gildandi sem slíkt. Fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna telur Þorsteinn minnka vinnuálag þingsins og ábyrgð. Ekki get ég séð það nema síður sé. Þjóðarfrumkvæði nýrrar stjórnarskrár gerir beinlínis ráð fyrir þátttöku þingsins og aukið aðhald almennings eykur að sama skapi ábyrgð þingsins. Það er því engin mótsögn í hinni nýju stjórnarskrá varðandi þetta. Sé kögunarhóll Þorsteins Pálssonar dæmigerður fyrir viðhorf hófsamra sjálfstæðismanna þarf ekki að fjölyrða um afstöðu harðlínumanna. En einmitt þessi hræðsla við aðkomu þjóðarinnar að eigin málum skýrir áratuga töf og vafstur þingsins við mótun nýrrar stjórnarskrár. Þinginu reyndist ómögulegt að klára verkið og þannig vilja sumir hafa það áfram. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur veitti þjóðinni hinsvegar frumkvæði í þessu efni og það ber að þakka. Heildstæð tillaga stjórnlagaráðs liggur nú fyrir. Ekkert ríki skartar fullkominni stjórnarskrá en í anda þeirrar hugmyndafræði sem lagt var upp með hljóta allir landsmenn að teljast sérfræðingar þegar álagsprófa skal hina nýju stjórnarskrá. Andspænis þeirri breiðfylkingu mega valdaklíkur síns lítils og þangað er því best að leita.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar