Sameinaðir föllum við - sundraðir stöndum við Þröstur Ólafsson skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun