Sameinaðir föllum við - sundraðir stöndum við Þröstur Ólafsson skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun