Barni bjargað í dag Engilbert Guðmundsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun