Barni bjargað í dag Engilbert Guðmundsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar