Tóbaksfíknin Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 26. júlí 2011 12:00 Já, hún er ekkert lamb að leika sér við. Það þekkja allir sem hafa reykt lengur en þeir vildu. Enginn ætlar sér að vera „tóbaksfíkill“ þegar hann verður stór… en mestar líkur eru á því, að ef einn ungur hefur ánetjast tóbaki, muni hann eiga erfitt með að hætta þegar hann hugsar sér það. Einkennilegt ! Að viljinn ráði því bara ekki… eða hvað ? Nei, það er nefnilega skiljanlegt að hann eigi erfitt með að hætta. Og ef hann nær að hætta, þá er það einnig skiljanlegt að hann eigi erfitt með að byrja ekki aftur. Það er einmitt fíknin sem ræður því, og hún skýrist af taugalífeðlisfræðilegum breytingum í heila. Þetta sér maður ekki fyrir, þegar fiktið byrjar. En þetta vita þeir sem markaðssetja tóbakið. Langflestir þeirra sem reykja eru fíknir í tóbak. Fíknsjúkdómur er alvarlegur og hefur alvarlegar afleiðingar, sem sjást þó ekki strax og oft ekki fyrr en um seinan. Mikilvægast er að fyrirbyggja nýja tóbaksneytendur fyrir alla framtíð. Meðferð og inngrip til að hætta þurfa yfirvöld að gefa miklu meiri gaum. Þeir sem hafa endurtekið reynt að hætta og fallið, þurfa meiri meðferð og stuðning. Til þess að veita það, þarf fjármagn og skilning. Þekkingin og menntunin er til í heilbrigðisgeiranum til að sinna því. Í mínu starfi sem fíknlæknir hjá SÁÁ hitti ég marga tóbaksfíkla, því tóbaksfíkn er náskyld fíkn í áfengi og önnur vímuefni. Nær allir sem koma til meðferðar vegna áfengis og annarra vímuefna, vilja hætta að reykja. Langflestir hafa hætt í einhvern tíma eða reynt að hætta. Meðferð við tóbaksfíkn er uppbyggð á sama hátt og meðferð við vímuefnafíkn. Fyrst er að koma sér frá fíkniefninu og oft eru fráhvörf í byrjun. Eftir það er viðkomandi „hættur“, og þá er það mikilvægasta af öllu, að vinna gegn falli eftir margvíslegum leiðum til lengri tíma, helst um alla framtíð. Ef fall verður, þá þarf að grípa til aðgerða strax á ný og bæta í meðferðina og bataáætlunina. Ef hægt er að koma í veg fyrir að unglingarnir okkar byrji tóbaksneyslu, þá er björninn unninn. Reykingafólk vill líka hindra að þeirra börn byrji að reykja. Þeir sjálfir þurfa jafnframt skilning, svigrúm og aðstoð til að eiga við sína tóbaksfíkn. Fikt í tóbaksneyslu er ekki sama og tóbaksfíkn. En fikt getur mjög fljótt leitt til þeirra líffræðilegu breytinga sem heldur einstaklingnum í hlekkjunum svo hann á erfitt með að hætta þótt hann vilji. Allar aðgerðir til að minnka fikt verða okkur til góða. Við höfum staðið okkur vel á litla Íslandi í að minnka aðgengi og séð af því góðan árangur. Nú sýnast mér enn meiri aðgerðir vera í aðsigi á næstu árum, með nýrri þingsályktunartillögu, með enn meiri stuðningi við börnin okkar í framtíðinni. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Já, hún er ekkert lamb að leika sér við. Það þekkja allir sem hafa reykt lengur en þeir vildu. Enginn ætlar sér að vera „tóbaksfíkill“ þegar hann verður stór… en mestar líkur eru á því, að ef einn ungur hefur ánetjast tóbaki, muni hann eiga erfitt með að hætta þegar hann hugsar sér það. Einkennilegt ! Að viljinn ráði því bara ekki… eða hvað ? Nei, það er nefnilega skiljanlegt að hann eigi erfitt með að hætta. Og ef hann nær að hætta, þá er það einnig skiljanlegt að hann eigi erfitt með að byrja ekki aftur. Það er einmitt fíknin sem ræður því, og hún skýrist af taugalífeðlisfræðilegum breytingum í heila. Þetta sér maður ekki fyrir, þegar fiktið byrjar. En þetta vita þeir sem markaðssetja tóbakið. Langflestir þeirra sem reykja eru fíknir í tóbak. Fíknsjúkdómur er alvarlegur og hefur alvarlegar afleiðingar, sem sjást þó ekki strax og oft ekki fyrr en um seinan. Mikilvægast er að fyrirbyggja nýja tóbaksneytendur fyrir alla framtíð. Meðferð og inngrip til að hætta þurfa yfirvöld að gefa miklu meiri gaum. Þeir sem hafa endurtekið reynt að hætta og fallið, þurfa meiri meðferð og stuðning. Til þess að veita það, þarf fjármagn og skilning. Þekkingin og menntunin er til í heilbrigðisgeiranum til að sinna því. Í mínu starfi sem fíknlæknir hjá SÁÁ hitti ég marga tóbaksfíkla, því tóbaksfíkn er náskyld fíkn í áfengi og önnur vímuefni. Nær allir sem koma til meðferðar vegna áfengis og annarra vímuefna, vilja hætta að reykja. Langflestir hafa hætt í einhvern tíma eða reynt að hætta. Meðferð við tóbaksfíkn er uppbyggð á sama hátt og meðferð við vímuefnafíkn. Fyrst er að koma sér frá fíkniefninu og oft eru fráhvörf í byrjun. Eftir það er viðkomandi „hættur“, og þá er það mikilvægasta af öllu, að vinna gegn falli eftir margvíslegum leiðum til lengri tíma, helst um alla framtíð. Ef fall verður, þá þarf að grípa til aðgerða strax á ný og bæta í meðferðina og bataáætlunina. Ef hægt er að koma í veg fyrir að unglingarnir okkar byrji tóbaksneyslu, þá er björninn unninn. Reykingafólk vill líka hindra að þeirra börn byrji að reykja. Þeir sjálfir þurfa jafnframt skilning, svigrúm og aðstoð til að eiga við sína tóbaksfíkn. Fikt í tóbaksneyslu er ekki sama og tóbaksfíkn. En fikt getur mjög fljótt leitt til þeirra líffræðilegu breytinga sem heldur einstaklingnum í hlekkjunum svo hann á erfitt með að hætta þótt hann vilji. Allar aðgerðir til að minnka fikt verða okkur til góða. Við höfum staðið okkur vel á litla Íslandi í að minnka aðgengi og séð af því góðan árangur. Nú sýnast mér enn meiri aðgerðir vera í aðsigi á næstu árum, með nýrri þingsályktunartillögu, með enn meiri stuðningi við börnin okkar í framtíðinni. Það er vel.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun