Tóbaksfíknin Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 26. júlí 2011 12:00 Já, hún er ekkert lamb að leika sér við. Það þekkja allir sem hafa reykt lengur en þeir vildu. Enginn ætlar sér að vera „tóbaksfíkill“ þegar hann verður stór… en mestar líkur eru á því, að ef einn ungur hefur ánetjast tóbaki, muni hann eiga erfitt með að hætta þegar hann hugsar sér það. Einkennilegt ! Að viljinn ráði því bara ekki… eða hvað ? Nei, það er nefnilega skiljanlegt að hann eigi erfitt með að hætta. Og ef hann nær að hætta, þá er það einnig skiljanlegt að hann eigi erfitt með að byrja ekki aftur. Það er einmitt fíknin sem ræður því, og hún skýrist af taugalífeðlisfræðilegum breytingum í heila. Þetta sér maður ekki fyrir, þegar fiktið byrjar. En þetta vita þeir sem markaðssetja tóbakið. Langflestir þeirra sem reykja eru fíknir í tóbak. Fíknsjúkdómur er alvarlegur og hefur alvarlegar afleiðingar, sem sjást þó ekki strax og oft ekki fyrr en um seinan. Mikilvægast er að fyrirbyggja nýja tóbaksneytendur fyrir alla framtíð. Meðferð og inngrip til að hætta þurfa yfirvöld að gefa miklu meiri gaum. Þeir sem hafa endurtekið reynt að hætta og fallið, þurfa meiri meðferð og stuðning. Til þess að veita það, þarf fjármagn og skilning. Þekkingin og menntunin er til í heilbrigðisgeiranum til að sinna því. Í mínu starfi sem fíknlæknir hjá SÁÁ hitti ég marga tóbaksfíkla, því tóbaksfíkn er náskyld fíkn í áfengi og önnur vímuefni. Nær allir sem koma til meðferðar vegna áfengis og annarra vímuefna, vilja hætta að reykja. Langflestir hafa hætt í einhvern tíma eða reynt að hætta. Meðferð við tóbaksfíkn er uppbyggð á sama hátt og meðferð við vímuefnafíkn. Fyrst er að koma sér frá fíkniefninu og oft eru fráhvörf í byrjun. Eftir það er viðkomandi „hættur“, og þá er það mikilvægasta af öllu, að vinna gegn falli eftir margvíslegum leiðum til lengri tíma, helst um alla framtíð. Ef fall verður, þá þarf að grípa til aðgerða strax á ný og bæta í meðferðina og bataáætlunina. Ef hægt er að koma í veg fyrir að unglingarnir okkar byrji tóbaksneyslu, þá er björninn unninn. Reykingafólk vill líka hindra að þeirra börn byrji að reykja. Þeir sjálfir þurfa jafnframt skilning, svigrúm og aðstoð til að eiga við sína tóbaksfíkn. Fikt í tóbaksneyslu er ekki sama og tóbaksfíkn. En fikt getur mjög fljótt leitt til þeirra líffræðilegu breytinga sem heldur einstaklingnum í hlekkjunum svo hann á erfitt með að hætta þótt hann vilji. Allar aðgerðir til að minnka fikt verða okkur til góða. Við höfum staðið okkur vel á litla Íslandi í að minnka aðgengi og séð af því góðan árangur. Nú sýnast mér enn meiri aðgerðir vera í aðsigi á næstu árum, með nýrri þingsályktunartillögu, með enn meiri stuðningi við börnin okkar í framtíðinni. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Já, hún er ekkert lamb að leika sér við. Það þekkja allir sem hafa reykt lengur en þeir vildu. Enginn ætlar sér að vera „tóbaksfíkill“ þegar hann verður stór… en mestar líkur eru á því, að ef einn ungur hefur ánetjast tóbaki, muni hann eiga erfitt með að hætta þegar hann hugsar sér það. Einkennilegt ! Að viljinn ráði því bara ekki… eða hvað ? Nei, það er nefnilega skiljanlegt að hann eigi erfitt með að hætta. Og ef hann nær að hætta, þá er það einnig skiljanlegt að hann eigi erfitt með að byrja ekki aftur. Það er einmitt fíknin sem ræður því, og hún skýrist af taugalífeðlisfræðilegum breytingum í heila. Þetta sér maður ekki fyrir, þegar fiktið byrjar. En þetta vita þeir sem markaðssetja tóbakið. Langflestir þeirra sem reykja eru fíknir í tóbak. Fíknsjúkdómur er alvarlegur og hefur alvarlegar afleiðingar, sem sjást þó ekki strax og oft ekki fyrr en um seinan. Mikilvægast er að fyrirbyggja nýja tóbaksneytendur fyrir alla framtíð. Meðferð og inngrip til að hætta þurfa yfirvöld að gefa miklu meiri gaum. Þeir sem hafa endurtekið reynt að hætta og fallið, þurfa meiri meðferð og stuðning. Til þess að veita það, þarf fjármagn og skilning. Þekkingin og menntunin er til í heilbrigðisgeiranum til að sinna því. Í mínu starfi sem fíknlæknir hjá SÁÁ hitti ég marga tóbaksfíkla, því tóbaksfíkn er náskyld fíkn í áfengi og önnur vímuefni. Nær allir sem koma til meðferðar vegna áfengis og annarra vímuefna, vilja hætta að reykja. Langflestir hafa hætt í einhvern tíma eða reynt að hætta. Meðferð við tóbaksfíkn er uppbyggð á sama hátt og meðferð við vímuefnafíkn. Fyrst er að koma sér frá fíkniefninu og oft eru fráhvörf í byrjun. Eftir það er viðkomandi „hættur“, og þá er það mikilvægasta af öllu, að vinna gegn falli eftir margvíslegum leiðum til lengri tíma, helst um alla framtíð. Ef fall verður, þá þarf að grípa til aðgerða strax á ný og bæta í meðferðina og bataáætlunina. Ef hægt er að koma í veg fyrir að unglingarnir okkar byrji tóbaksneyslu, þá er björninn unninn. Reykingafólk vill líka hindra að þeirra börn byrji að reykja. Þeir sjálfir þurfa jafnframt skilning, svigrúm og aðstoð til að eiga við sína tóbaksfíkn. Fikt í tóbaksneyslu er ekki sama og tóbaksfíkn. En fikt getur mjög fljótt leitt til þeirra líffræðilegu breytinga sem heldur einstaklingnum í hlekkjunum svo hann á erfitt með að hætta þótt hann vilji. Allar aðgerðir til að minnka fikt verða okkur til góða. Við höfum staðið okkur vel á litla Íslandi í að minnka aðgengi og séð af því góðan árangur. Nú sýnast mér enn meiri aðgerðir vera í aðsigi á næstu árum, með nýrri þingsályktunartillögu, með enn meiri stuðningi við börnin okkar í framtíðinni. Það er vel.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar