Lögfræði, réttlæti og réttarríki Einar Steingrímsson skrifar 26. júlí 2011 10:00 Nýlega hafa tveir framámenn í lögfræðingastétt tjáð sig um kröfuna um rannsóknarnefnd sem geri úttekt á Geirfinns- og Guðmundarmálunum svonefndu. Þetta eru þeir Róbert Spanó, sem ritaði grein í Fréttablaðið 22. júlí, og Brynjar Níelsson sem skrifaði um það pistil á pressan.is 20. júlí. Róbert segir: „En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt.“ Síðar segir hann: „Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds.“ Sjálfstæði dómstóla er vissulega afar mikilvægt í réttarríki. Hér gleymist hins vegar önnur hliðin á þeim hugmyndum sem alla jafna liggja til grundvallar þrígreiningu ríkisvaldsins. Nefnilega að greinarnar þrjár veiti hver annarri aðhald, sem sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir valdníðslu innan einnar þeirra. Brynjar segir í sinni grein: „Ég get þó sagt að í mörgum öðrum sakamálum hafa sakborningar verið sakfelldir á veikari sönnunargögnum.“ Líti Brynjar svo á að sérhver sakfelling sé fordæmisgefandi varðandi kröfurnar um sönnunarfærslu er það sannarlega nýstárleg sýn á réttarfar. Ef þetta á hins vegar að afsaka þá hryllilegu valdníðslu sem átti sér stað í umræddum málum er ekki annað að segja en að slík afstaða sé ekki sæmandi lögmanni, hvað þá að formaður Lögmannafélagsins haldi henni á lofti. Í Geirfinns- og Guðmundarmálinu var sakfellt fyrir morð, þótt engar vísbendingar séu um að fórnarlömbin hafi látist, nema játningar sakborninga. Slíkar játningar væru auðvitað mikilvægar ef þær væru trúverðugar. Það eru þær ekki, því nákvæmlega ekkert annað bendir til að glæpur hafi verið framinn, auk þess sem ósannar játningar eru talsvert algengari en ætla mætti, hvað þá þegar beitt er jafn svívirðilegum pyntingum og hér var raunin. Ekki síður alvarlegt er að rannsóknarlögreglan sýndi með óyggjandi hætti að hún gat fengið fram þær játningar sem henni sýndist, hversu fjarstæðukenndar sem þær voru. Á meðan sakborningar voru einangraðir hver frá öðrum í gæsluvarðhaldi fékk lögreglan þá alla til að staðfesta tiltekna flókna atburðarás, sem leiddi til langvarandi gæsluvarðhalds yfir fjórum öðrum mönnum. Síðar kom í ljós að um algeran uppspuna var að ræða. Með því að fá fram játningar á slíkum uppspuna sýndu rannsakendur málsins í eitt skipti fyrir öll að niðurstöður þeirra voru einskis virði. Ljóst er því að lögreglan og dómsvaldið brugðust ekki bara illilega, heldur frömdu hræðileg illvirki á fólki sem átti að njóta verndar réttarríkisins, burtséð frá því hvort það átti nokkra sök í umræddum málum. Af því hversu alvarlegt þetta mál er verður ekki hjá því komist að rannsaka það niður í kjölinn. Til þess ætti að skipa rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til vitnaleiðslu. Við þessar aðstæður ættu lögfræðingar fremur að velta fyrir sér (í heyranda hljóði) hvernig hægt sé að leiðrétta svona alvarleg brot á grundvallarreglum réttarríkisins, og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Að minnsta kosti þeir lögfræðingar sem vilja láta líta á sig sem hugsuði á þessu sviði en ekki viljalausa þjóna kerfis sem hefur svívirt þær grundvallarreglur sem það segist byggja á. Það er líka hollt að hafa í huga að þótt lögfræðingar geti verið sérfræðingar í því hvernig réttarkerfið virkar þá þrýtur sérfræðikunnáttu þeirra þegar kerfið hættir að virka, eins og það gerði hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa tveir framámenn í lögfræðingastétt tjáð sig um kröfuna um rannsóknarnefnd sem geri úttekt á Geirfinns- og Guðmundarmálunum svonefndu. Þetta eru þeir Róbert Spanó, sem ritaði grein í Fréttablaðið 22. júlí, og Brynjar Níelsson sem skrifaði um það pistil á pressan.is 20. júlí. Róbert segir: „En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt.“ Síðar segir hann: „Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds.“ Sjálfstæði dómstóla er vissulega afar mikilvægt í réttarríki. Hér gleymist hins vegar önnur hliðin á þeim hugmyndum sem alla jafna liggja til grundvallar þrígreiningu ríkisvaldsins. Nefnilega að greinarnar þrjár veiti hver annarri aðhald, sem sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir valdníðslu innan einnar þeirra. Brynjar segir í sinni grein: „Ég get þó sagt að í mörgum öðrum sakamálum hafa sakborningar verið sakfelldir á veikari sönnunargögnum.“ Líti Brynjar svo á að sérhver sakfelling sé fordæmisgefandi varðandi kröfurnar um sönnunarfærslu er það sannarlega nýstárleg sýn á réttarfar. Ef þetta á hins vegar að afsaka þá hryllilegu valdníðslu sem átti sér stað í umræddum málum er ekki annað að segja en að slík afstaða sé ekki sæmandi lögmanni, hvað þá að formaður Lögmannafélagsins haldi henni á lofti. Í Geirfinns- og Guðmundarmálinu var sakfellt fyrir morð, þótt engar vísbendingar séu um að fórnarlömbin hafi látist, nema játningar sakborninga. Slíkar játningar væru auðvitað mikilvægar ef þær væru trúverðugar. Það eru þær ekki, því nákvæmlega ekkert annað bendir til að glæpur hafi verið framinn, auk þess sem ósannar játningar eru talsvert algengari en ætla mætti, hvað þá þegar beitt er jafn svívirðilegum pyntingum og hér var raunin. Ekki síður alvarlegt er að rannsóknarlögreglan sýndi með óyggjandi hætti að hún gat fengið fram þær játningar sem henni sýndist, hversu fjarstæðukenndar sem þær voru. Á meðan sakborningar voru einangraðir hver frá öðrum í gæsluvarðhaldi fékk lögreglan þá alla til að staðfesta tiltekna flókna atburðarás, sem leiddi til langvarandi gæsluvarðhalds yfir fjórum öðrum mönnum. Síðar kom í ljós að um algeran uppspuna var að ræða. Með því að fá fram játningar á slíkum uppspuna sýndu rannsakendur málsins í eitt skipti fyrir öll að niðurstöður þeirra voru einskis virði. Ljóst er því að lögreglan og dómsvaldið brugðust ekki bara illilega, heldur frömdu hræðileg illvirki á fólki sem átti að njóta verndar réttarríkisins, burtséð frá því hvort það átti nokkra sök í umræddum málum. Af því hversu alvarlegt þetta mál er verður ekki hjá því komist að rannsaka það niður í kjölinn. Til þess ætti að skipa rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til vitnaleiðslu. Við þessar aðstæður ættu lögfræðingar fremur að velta fyrir sér (í heyranda hljóði) hvernig hægt sé að leiðrétta svona alvarleg brot á grundvallarreglum réttarríkisins, og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Að minnsta kosti þeir lögfræðingar sem vilja láta líta á sig sem hugsuði á þessu sviði en ekki viljalausa þjóna kerfis sem hefur svívirt þær grundvallarreglur sem það segist byggja á. Það er líka hollt að hafa í huga að þótt lögfræðingar geti verið sérfræðingar í því hvernig réttarkerfið virkar þá þrýtur sérfræðikunnáttu þeirra þegar kerfið hættir að virka, eins og það gerði hér.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun