Íslendingar bíða eftir lúxusbílum frá Japan 26. júlí 2011 07:00 Mikill fjöldi nýrra japanskra bifreiða gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum í mars. nordicphotos/getty Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust. Vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í vor dróst framleiðsla Toyota saman um helming. Hún jókst þó á ný í júní og er samdráttur í sölu og framleiðslu um tíu prósentum minni sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef Associated Press. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Íslendinga þó afar skilningsríka hvað þetta varðar. „Viðskiptavinir sýna þessu fullan skilning, þeir vita að það er ekkert við þessu að gera,“ segir Páll. „Svona er þetta þegar náttúran tekur sig til. Og það könnumst við Íslendingar auðvitað afar vel við.“ Framleiðsla og sala hjá flestum japönskum bílaframleiðendum, svo sem Honda, Suzuki og Nissan, dróst sömuleiðis saman um allt að 50 prósent í maí miðað við sama tíma í fyrra, en líkt og hjá Toyota er sala sem og framleiðsla að komast á réttan kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um að framleiða aukalega 350 þúsund bifreiðar frá október næstkomandi og fram í mars 2012, til að bæta fyrir samdráttinn sem varð í framleiðslunni eftir hamfarirnar. Páll segir eina aðalástæðu tafarinnar vera þá að erfitt var fyrir verksmiðjurnar að nálgast aðföng. Hver bíll sé settur saman úr meira en tíu þúsund hlutum og erfitt hafi verið að nálgast þá frá öðrum löndum eftir jarðskjálftann. „Þetta hafði þau áhrif hér á landi að það varð töf á afgreiðslu Land Cruiser og Lexus, en það er verið að vinda ofan af þessu hægt og örugglega,“ segir Páll, en getur ekki gefið upp nákvæma tölu um hversu marga bíla vantar hingað til lands. „Þetta er einhver slatti,“ segir hann. „En á næstu mánuðum verður þetta komið í eðlilegt horf á ný.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira