Lýðurinn svarar Lýður Árnason skrifar 19. júlí 2011 06:00 Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun