Auðlind í örum vexti Einar Örn Jónsson skrifar 13. júlí 2011 08:00 Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar