Innlent

Sjötta prentsmiðjan vottuð

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Mynd/GVA
Prentmet í Reykjavík hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins.

„Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Svansleyfið í gær.

Prentmet er sjötta íslenska prentsmiðjan sem hlýtur Svansvottun og um leið með sautjánda Svansleyfið sem gefið hefur verið út hér á landi.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×