Hver er í raun vandi Grikkja? 28. júní 2011 05:00 Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar