Jóhanna og traustið Helgi Magnússon skrifar 23. júní 2011 06:00 Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun