Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar