Ristilkrabbamein er lúmskt, já og dýrt Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Skúladóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar