Ristilkrabbamein er lúmskt, já og dýrt Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Skúladóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun