Viðskipti innlent

Luku námi í fjármálaráðgjöf

Bryndís Hlöðversdóttir rektor og Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri ásamt hópnum.
Bryndís Hlöðversdóttir rektor og Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri ásamt hópnum.
Alls 46 starfsmenn í útibúum Arion banka brautskráðust úr undirbúningsnámi í fjármálaráðgjöf nú um mánaðamótin. Námið er liður í samstarfsverkefni Arion banka og Háskólans á Bifröst sem hófst haustið 2010. Námið stunduðu starfsmenn að hluta til í gegnum fjarnámsvef skólans en einnig fór kennsla fram í vinnulotum á Bifröst og í höfuðstöðvum bankans.

 

Arion banki hefur undanfarin misseri staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi fyrir starfsmenn með það fyrir augum að stuðla að aukinni fagmennsku í þjónustu við viðskiptavini.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×