Fíkn Siv Friðleifsdóttir skrifar 31. maí 2011 08:00 Brýnt er að verja ungmenni gegn því að þróa með sér fíknsjúkdóma. Orsakir fíknsjúkdóma eru taugalífeðlisfræðilegar breytingar í heila. Tóbaksfíkn er slíkur sjúkdómur, langvinnur og hættulegur. Því er rétt að vinna gegn því að ungmenni hefji reykingar. Áhættan fyrir því að þróa tóbaksfíkn ef neysla er hafin er veruleg. Rannsóknir hafa sýnt að það er síst auðveldara að hætta neyslu tóbaks en kókaíns og amfetamíns. Flestir sem reykja byrja á unglingsaldri. Því yngri sem einstaklingurinn er því líklegra er að hann þrói með sér tóbaksfíkn. Þeir sem eru veikastir af tóbaksfíkn eiga erfitt með að hætta, jafnvel þótt lífið liggi við. Þessi vitneskja sýnir að reykingar og önnur tóbaksnotkun eru yfirleitt ekki frjálst val fullorðins upplýsts einstaklings. Íslendingar hafa tekið mörg jákvæð skref í forvörnum gegn reykingum, nú síðast bann við reykingum á skemmtistöðum. Þrátt fyrir það draga tóbakssjúkdómar um 300 Íslendinga til dauða árlega. Til samanburðar látast um 10 manns í umferðinni árlega, eða 30 sinnum færri en úr reykingum. Allar þessar tölur þurfa að lækka. Því miður reykja um 20% ungmenna um tvítugt hérlendis og 700 ungmenni ánetjast tóbaki á Íslandi á ári, eða um tveir á dag. Ætla má að helmingur þessara ungmenna falli frá fyrir aldur fram vegna reykinga. Viljum við ekki öll gera það sem í valdi okkar stendur til að hindra slíka nýliðun reykingamanna? Svarið hlýtur að liggja í augum uppi. Vegna þessa hefur undirrituð ásamt meðflutningsmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi lagt fram þingsályktun unna á grundvelli ályktana Tóbaksvarnarþings. Felur hún í sér að unnin verði 10 ára aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir þar sem einn liðurinn verði sá að sala á tóbaki verði í áföngum takmörkuð við apótek. Þeir sem reykja gætu þannig áfram nálgast tóbakið en börn og unglingar yrðu betur varin gegn því að hefja reykingar. Tillagan svarar ákalli fjölmenns Tóbaksvarnarþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Brýnt er að verja ungmenni gegn því að þróa með sér fíknsjúkdóma. Orsakir fíknsjúkdóma eru taugalífeðlisfræðilegar breytingar í heila. Tóbaksfíkn er slíkur sjúkdómur, langvinnur og hættulegur. Því er rétt að vinna gegn því að ungmenni hefji reykingar. Áhættan fyrir því að þróa tóbaksfíkn ef neysla er hafin er veruleg. Rannsóknir hafa sýnt að það er síst auðveldara að hætta neyslu tóbaks en kókaíns og amfetamíns. Flestir sem reykja byrja á unglingsaldri. Því yngri sem einstaklingurinn er því líklegra er að hann þrói með sér tóbaksfíkn. Þeir sem eru veikastir af tóbaksfíkn eiga erfitt með að hætta, jafnvel þótt lífið liggi við. Þessi vitneskja sýnir að reykingar og önnur tóbaksnotkun eru yfirleitt ekki frjálst val fullorðins upplýsts einstaklings. Íslendingar hafa tekið mörg jákvæð skref í forvörnum gegn reykingum, nú síðast bann við reykingum á skemmtistöðum. Þrátt fyrir það draga tóbakssjúkdómar um 300 Íslendinga til dauða árlega. Til samanburðar látast um 10 manns í umferðinni árlega, eða 30 sinnum færri en úr reykingum. Allar þessar tölur þurfa að lækka. Því miður reykja um 20% ungmenna um tvítugt hérlendis og 700 ungmenni ánetjast tóbaki á Íslandi á ári, eða um tveir á dag. Ætla má að helmingur þessara ungmenna falli frá fyrir aldur fram vegna reykinga. Viljum við ekki öll gera það sem í valdi okkar stendur til að hindra slíka nýliðun reykingamanna? Svarið hlýtur að liggja í augum uppi. Vegna þessa hefur undirrituð ásamt meðflutningsmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi lagt fram þingsályktun unna á grundvelli ályktana Tóbaksvarnarþings. Felur hún í sér að unnin verði 10 ára aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir þar sem einn liðurinn verði sá að sala á tóbaki verði í áföngum takmörkuð við apótek. Þeir sem reykja gætu þannig áfram nálgast tóbakið en börn og unglingar yrðu betur varin gegn því að hefja reykingar. Tillagan svarar ákalli fjölmenns Tóbaksvarnarþings.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar