Höfuðelfur Íslands Orri Vigfússon skrifar 31. maí 2011 10:00 Síðustu daga hafa Þriggja-gljúfra-stíflan í Yangtze-ánni í Kína og flóðin á bökkum Mississippi í Norður-Ameríku verið í fréttum. Mark Twain, hinn þekkti bandaríski rithöfundur, mærði Mississippifljót í verkum sínum en hann hafði litla trú á getu yfirvalda til að hafa stjórn á ánni miklu sem mótaði líf hans og viðhorf. Ekki síst var það hún sem á vissan hátt veitti mönnum frelsi. Áin flutti ekki aðeins fólk og farangur á alls konar fleytum milli staða heldur og menningu milli landsvæða. En þegar fljótið er í ham býr það yfir ógnarkrafti sem erfitt er að hafa hemil á. Stórfljót vekja jafnan miklar umræður ekki síst þegar gera á breytingar á rennsli þeirra með varnargörðum ellegar stíflum til rafmagnsframleiðslu. Undanfarin misseri hefur höfuðelfur Íslands, Þjórsá, verið nokkuð í umræðunni en margir hafa mikinn áhuga á að virkja ána enn frekar og fjölga þar raforkuverum. Þær framkvæmdir yrðu afar flókið verkefni sem ekki blasir við hversu leysa skuli án þess að skaða umhverfi og lífríki. Eftir því sem næst verður komist eru hugmyndir uppi um að reisa í neðri hluta árinnar þrjár nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þessar virkjanir verða væntanlega allar á göngusvæði villta laxins og sjóbirtings í ánni en fyrri virkjanir hafa verið langt ofan þess svæðis. Í upplýsingum frá Landsvirkjun dagsettum 28. febrúar síðastliðinn kemur fram að eftir virkjun verði tryggt vatnsrennsli í núverandi farvegum aðeins 10-15m³/sek sem er aðeins um 3-4% af 350m³/sek meðalrennsli árinnar. Það er langt í frá fullnægjandi rennslismagn. Hins vegar virðist Landsvirkjun telja gönguleiðir tryggðar með fiskvegum og seiðaveitum. Aldrei fyrr hefur verið ráðist inn á viðkvæm göngusvæði villtra laxa með sama hætti, en gera má ráð fyrir að nær allar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir lax séu ofan Urriðafoss. Rétt er að geta þess að þegar er komin af stað öflug hreyfing víða um heim sem miðar að því að rífa niður raforkustíflur sem reistar voru fyrir 50-100 árum, t.d. í Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna og víðar þar í landi. Einnig var þetta gert í Normandy í Frakklandi og í Reykjavík ákvað Orkuveita Reykjavíkur að hætta raforkuframleiðslu í Elliðaánum. Síðastliðinn áratug hefur laxveiði tvöfaldast og þrefaldast í íslenskum laxveiðiám enda margt gert til að endurreisa villta laxastofna í sögulega stærð. Væntanlega heldur þessi þróun áfram og það væri vissulega hörmuleg skammsýni ef öryggi stofna laxa og sjóbirtinga í Þjórsá væri stefnt í óvissu. Sjóbirtingar eru langlífir fiskar sem hafa ávallt vetursetu í fersku vatni og fara því margar ferðir upp og niður Þjórsá á lífshlaupi sínu og mundu því væntanlega hverfa endanlega á örfáum árum ef virkjanaáform á gönguleiðum þeirra verða að raunveruleika. Nefnt hefur verið að gera yfirfallslænur og svonefndar seiðaveitur sem beina eiga seiðum til sjávar framhjá hverflum stöðvarhúsanna. Slíkar framkvæmdir eru afar flóknar í hönnun og hvergi í heiminum hefur náðst með þeim góður árangur. Auk þess koma þær ekki að gagni fullorðnum niðurgöngulöxum og -sjóbirtingum. Í Bandaríkjunum er árangur seiðaveitna afar umdeildur, sérstaklega í stærri ám, en einungis 3% seiðaveitna þar eru í ám þar sem eru 50 MW virkjanir eða stærri. Þess má geta að Urriðafossvirkjun verður 130 MW, Holtavirkjun, 53 MW og Hvammsvirkjun 82 MW. Öldungis er óvíst að seiðaveitur komi laxastofninum í Þjórsá að neinu gagni; líklegast að þær verði aldrei annað en til málamynda, táknræn og kostnaðarsöm aðgerð sem engu skilar. Villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru afar sérstakir. Laxastofninn er sá stærsti sem Ísland hefur að geyma og meðal þeirra stærstu í Atlantshafi ef horft er til vatnasvæða beggja vegna Atlantshafsála. Sjóbirtingurinn hefur átt í vök að verjast en stendur sig einna best í ám á Suðurlandi, þar með talið á vatnasvæði Þjórsár. Kálfá geymir mikilvægan laxastofn og væntanlega fleiri hliðarár sem vert er að huga að. Ef litið er til lífríkisins má áætla að 92% af framleiðslugetu náttúrulegs búsvæðis í ánni verði fyrir raski; fari undir lón, verði dýpkað, muni búa við skert aðgengi og umtalsverðar sveiflur á vatnsborði svo nokkuð sé nefnt. Ef ríkisvaldið hefur áhuga á virkjunum á ofangreindum stöðum í Þjórsá þá er frumskilyrði að fulltrúar þess hafi formlegt samband við þá 150-200 landeigendur sem eiga lögvarin einkaeignarréttindi á þessari auðlind og veiðirétt á vatnasvæðinu. Hjá þeim snýst málið fyrst og fremst um lífsgæði fjölskyldna þeirra og grundvallarsiðferði í umgengni við landið og lífríki þess. Veiðiréttareigendur við Þjórsá hugsa sér nú til hreyfings og þurfa að ráða sérfróða ráðgjafa, óháða framkvæmdaraðilum virkjana, til að gæta hagsmuna sinna í því flókna ferli sem væntanlega er framundan. Þetta verður afar tímafrekt og gríðarlega dýrt fyrir þá. Til að meta raunverulega stöðu málsins verða þeir að kosta til úttektar sem krefst óháðra sérfræðinga og ófyrirsjáanlegra fjárútláta. Ég spyr: Hvar fá þeir fjármagn – hundruð milljóna króna eða meira – til að standa straum af slíkum kostnaði sem kannski mun aldrei skila sér til þeirra aftur? Almennt er talið að gagnkvæm virðing skuli borin fyrir ólíkum hagsmunum. Við skulum vona að það sjónarmið verði áfram haft í heiðri þegar tekist verður á um hagsmuni raforkuframleiðenda og þeirra sem vernda vilja lífríki jarða sinna og þau hlunnindi sem þeim fylgja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa Þriggja-gljúfra-stíflan í Yangtze-ánni í Kína og flóðin á bökkum Mississippi í Norður-Ameríku verið í fréttum. Mark Twain, hinn þekkti bandaríski rithöfundur, mærði Mississippifljót í verkum sínum en hann hafði litla trú á getu yfirvalda til að hafa stjórn á ánni miklu sem mótaði líf hans og viðhorf. Ekki síst var það hún sem á vissan hátt veitti mönnum frelsi. Áin flutti ekki aðeins fólk og farangur á alls konar fleytum milli staða heldur og menningu milli landsvæða. En þegar fljótið er í ham býr það yfir ógnarkrafti sem erfitt er að hafa hemil á. Stórfljót vekja jafnan miklar umræður ekki síst þegar gera á breytingar á rennsli þeirra með varnargörðum ellegar stíflum til rafmagnsframleiðslu. Undanfarin misseri hefur höfuðelfur Íslands, Þjórsá, verið nokkuð í umræðunni en margir hafa mikinn áhuga á að virkja ána enn frekar og fjölga þar raforkuverum. Þær framkvæmdir yrðu afar flókið verkefni sem ekki blasir við hversu leysa skuli án þess að skaða umhverfi og lífríki. Eftir því sem næst verður komist eru hugmyndir uppi um að reisa í neðri hluta árinnar þrjár nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þessar virkjanir verða væntanlega allar á göngusvæði villta laxins og sjóbirtings í ánni en fyrri virkjanir hafa verið langt ofan þess svæðis. Í upplýsingum frá Landsvirkjun dagsettum 28. febrúar síðastliðinn kemur fram að eftir virkjun verði tryggt vatnsrennsli í núverandi farvegum aðeins 10-15m³/sek sem er aðeins um 3-4% af 350m³/sek meðalrennsli árinnar. Það er langt í frá fullnægjandi rennslismagn. Hins vegar virðist Landsvirkjun telja gönguleiðir tryggðar með fiskvegum og seiðaveitum. Aldrei fyrr hefur verið ráðist inn á viðkvæm göngusvæði villtra laxa með sama hætti, en gera má ráð fyrir að nær allar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir lax séu ofan Urriðafoss. Rétt er að geta þess að þegar er komin af stað öflug hreyfing víða um heim sem miðar að því að rífa niður raforkustíflur sem reistar voru fyrir 50-100 árum, t.d. í Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna og víðar þar í landi. Einnig var þetta gert í Normandy í Frakklandi og í Reykjavík ákvað Orkuveita Reykjavíkur að hætta raforkuframleiðslu í Elliðaánum. Síðastliðinn áratug hefur laxveiði tvöfaldast og þrefaldast í íslenskum laxveiðiám enda margt gert til að endurreisa villta laxastofna í sögulega stærð. Væntanlega heldur þessi þróun áfram og það væri vissulega hörmuleg skammsýni ef öryggi stofna laxa og sjóbirtinga í Þjórsá væri stefnt í óvissu. Sjóbirtingar eru langlífir fiskar sem hafa ávallt vetursetu í fersku vatni og fara því margar ferðir upp og niður Þjórsá á lífshlaupi sínu og mundu því væntanlega hverfa endanlega á örfáum árum ef virkjanaáform á gönguleiðum þeirra verða að raunveruleika. Nefnt hefur verið að gera yfirfallslænur og svonefndar seiðaveitur sem beina eiga seiðum til sjávar framhjá hverflum stöðvarhúsanna. Slíkar framkvæmdir eru afar flóknar í hönnun og hvergi í heiminum hefur náðst með þeim góður árangur. Auk þess koma þær ekki að gagni fullorðnum niðurgöngulöxum og -sjóbirtingum. Í Bandaríkjunum er árangur seiðaveitna afar umdeildur, sérstaklega í stærri ám, en einungis 3% seiðaveitna þar eru í ám þar sem eru 50 MW virkjanir eða stærri. Þess má geta að Urriðafossvirkjun verður 130 MW, Holtavirkjun, 53 MW og Hvammsvirkjun 82 MW. Öldungis er óvíst að seiðaveitur komi laxastofninum í Þjórsá að neinu gagni; líklegast að þær verði aldrei annað en til málamynda, táknræn og kostnaðarsöm aðgerð sem engu skilar. Villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru afar sérstakir. Laxastofninn er sá stærsti sem Ísland hefur að geyma og meðal þeirra stærstu í Atlantshafi ef horft er til vatnasvæða beggja vegna Atlantshafsála. Sjóbirtingurinn hefur átt í vök að verjast en stendur sig einna best í ám á Suðurlandi, þar með talið á vatnasvæði Þjórsár. Kálfá geymir mikilvægan laxastofn og væntanlega fleiri hliðarár sem vert er að huga að. Ef litið er til lífríkisins má áætla að 92% af framleiðslugetu náttúrulegs búsvæðis í ánni verði fyrir raski; fari undir lón, verði dýpkað, muni búa við skert aðgengi og umtalsverðar sveiflur á vatnsborði svo nokkuð sé nefnt. Ef ríkisvaldið hefur áhuga á virkjunum á ofangreindum stöðum í Þjórsá þá er frumskilyrði að fulltrúar þess hafi formlegt samband við þá 150-200 landeigendur sem eiga lögvarin einkaeignarréttindi á þessari auðlind og veiðirétt á vatnasvæðinu. Hjá þeim snýst málið fyrst og fremst um lífsgæði fjölskyldna þeirra og grundvallarsiðferði í umgengni við landið og lífríki þess. Veiðiréttareigendur við Þjórsá hugsa sér nú til hreyfings og þurfa að ráða sérfróða ráðgjafa, óháða framkvæmdaraðilum virkjana, til að gæta hagsmuna sinna í því flókna ferli sem væntanlega er framundan. Þetta verður afar tímafrekt og gríðarlega dýrt fyrir þá. Til að meta raunverulega stöðu málsins verða þeir að kosta til úttektar sem krefst óháðra sérfræðinga og ófyrirsjáanlegra fjárútláta. Ég spyr: Hvar fá þeir fjármagn – hundruð milljóna króna eða meira – til að standa straum af slíkum kostnaði sem kannski mun aldrei skila sér til þeirra aftur? Almennt er talið að gagnkvæm virðing skuli borin fyrir ólíkum hagsmunum. Við skulum vona að það sjónarmið verði áfram haft í heiðri þegar tekist verður á um hagsmuni raforkuframleiðenda og þeirra sem vernda vilja lífríki jarða sinna og þau hlunnindi sem þeim fylgja.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun