Mikilvægur stuðningur við nýja stofnun SÞ Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2011 07:00 Ný stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa fyrr á þessu ári. Hún varð til við sameiningu fjögurra stofnana innan SÞ sem fengist höfðu við jafnréttismál, en þeirra stærst var Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Lengi hafði verið rætt um að efla þyrfti starf Sameinuðu þjóðanna við að bæta réttindi og stöðu kvenna, enda höfðu stofnanirnar sem UN Women byggir á umtalsvert minni fjárráð, mannafla og aðkomu að ákvarðanatöku en margar sambærilegar stofnanir innan SÞ kerfisins. Miklar vonir eru því bundnar við tilkomu UN Women, sem ætlað er að hafa stóraukin umsvif og áhrif. Víst er að verkefnin eru bæði næg og brýn, sér í lagi í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Starfsemi UN Women byggir að verulegu leyti á frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ. Íslendingar voru meðal dyggustu stuðningsþjóða UNIFEM, bæði hvað varðar málefnalegan stuðning og fjárframlög miðað við höfðatölu. Áætlun sem fyrir liggur um alþjóðlega þróunarsamvinnu gerir ráð fyrir að Ísland muni áfram standa ötullega að baki UN Women og óskandi er að það gangi eftir. Sem fyrrverandi starfsmaður í höfuðstöðvum UNIFEM í New York og núverandi ráðgjafi hjá UN Women hef ég kynnst mikilvægi þess starfs sem unnið er á vegum stofnunarinnar um allan heim. Þegar þetta er ritað rekur UN Women 15 heimshlutamiðstöðvar og samtals um 60 verkefnaskrifstofur í samstarfslöndum, þar sem stofnunin veitir fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að bæta lagalega og samfélagslega stöðu kvenna, í samvinnu við yfirvöld, kvennahreyfingar og frjáls félagasamtök. Aðildarríki SÞ hafa markað hinni nýju stofnun áherslusvið, en þau eru barátta gegn kynbundnu ofbeldi; stuðningur við þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu eftir átök; stuðningur við þátttöku kvenna í stjórnmálum og athafnalífi; efling efnahagslegrar stöðu kvenna; aðstoð við að samþætta kynjasjónarmið í hagstjórn og áætlanagerð; stuðningur við ríki til að uppfylla skuldbindingar þeirra samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum; og loks kynjajafnrétti sem hluti af Þúsaldarmarkmiðum SÞ. Jafnframt er UN Women ætlað að gegna mikilvægu hlutverki við þekkingaröflun, samhæfingu og stefnumótun, sem leiðandi stofnun á sviði jafnréttismála innan SÞ, auk þess að hafa eftirlit með því hvernig alþjóðasamfélaginu gengur að framfylgja settum markmiðum. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2011-2014. Það er vel að UN Women er þar tilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands, ásamt Alþjóðabankanum, UNICEF og Háskóla SÞ. Auk þess eru jafnrétti og umhverfismál skilgreind sem þverlæg málefni, sem allt þróunarstarf skuli taka mið af. Bent er á að reynslan sýni að þróunarsamvinna sem grundvallast á jöfnum rétti og þátttöku kvenna og karla, og tekur tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja, sé líklegri til að skila varanlegum árangri. Í umsögn sinni til þingsins lýsti Landsnefnd UN Women á Íslandi almennri ánægju með áætlunina og þá áherslu sem þróunarsamvinna fær í utanríkisstefnu Íslands. Ég vil hvetja þingmenn til að fylkja sér að baki áætluninni um alþjóðlega þróunarsamvinnu eins og hún liggur fyrir, og tryggja að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að UN Women megi verða það hreyfiafl í jafnréttismálum sem vonir standa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ný stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa fyrr á þessu ári. Hún varð til við sameiningu fjögurra stofnana innan SÞ sem fengist höfðu við jafnréttismál, en þeirra stærst var Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Lengi hafði verið rætt um að efla þyrfti starf Sameinuðu þjóðanna við að bæta réttindi og stöðu kvenna, enda höfðu stofnanirnar sem UN Women byggir á umtalsvert minni fjárráð, mannafla og aðkomu að ákvarðanatöku en margar sambærilegar stofnanir innan SÞ kerfisins. Miklar vonir eru því bundnar við tilkomu UN Women, sem ætlað er að hafa stóraukin umsvif og áhrif. Víst er að verkefnin eru bæði næg og brýn, sér í lagi í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Starfsemi UN Women byggir að verulegu leyti á frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ. Íslendingar voru meðal dyggustu stuðningsþjóða UNIFEM, bæði hvað varðar málefnalegan stuðning og fjárframlög miðað við höfðatölu. Áætlun sem fyrir liggur um alþjóðlega þróunarsamvinnu gerir ráð fyrir að Ísland muni áfram standa ötullega að baki UN Women og óskandi er að það gangi eftir. Sem fyrrverandi starfsmaður í höfuðstöðvum UNIFEM í New York og núverandi ráðgjafi hjá UN Women hef ég kynnst mikilvægi þess starfs sem unnið er á vegum stofnunarinnar um allan heim. Þegar þetta er ritað rekur UN Women 15 heimshlutamiðstöðvar og samtals um 60 verkefnaskrifstofur í samstarfslöndum, þar sem stofnunin veitir fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að bæta lagalega og samfélagslega stöðu kvenna, í samvinnu við yfirvöld, kvennahreyfingar og frjáls félagasamtök. Aðildarríki SÞ hafa markað hinni nýju stofnun áherslusvið, en þau eru barátta gegn kynbundnu ofbeldi; stuðningur við þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu eftir átök; stuðningur við þátttöku kvenna í stjórnmálum og athafnalífi; efling efnahagslegrar stöðu kvenna; aðstoð við að samþætta kynjasjónarmið í hagstjórn og áætlanagerð; stuðningur við ríki til að uppfylla skuldbindingar þeirra samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum; og loks kynjajafnrétti sem hluti af Þúsaldarmarkmiðum SÞ. Jafnframt er UN Women ætlað að gegna mikilvægu hlutverki við þekkingaröflun, samhæfingu og stefnumótun, sem leiðandi stofnun á sviði jafnréttismála innan SÞ, auk þess að hafa eftirlit með því hvernig alþjóðasamfélaginu gengur að framfylgja settum markmiðum. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2011-2014. Það er vel að UN Women er þar tilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands, ásamt Alþjóðabankanum, UNICEF og Háskóla SÞ. Auk þess eru jafnrétti og umhverfismál skilgreind sem þverlæg málefni, sem allt þróunarstarf skuli taka mið af. Bent er á að reynslan sýni að þróunarsamvinna sem grundvallast á jöfnum rétti og þátttöku kvenna og karla, og tekur tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja, sé líklegri til að skila varanlegum árangri. Í umsögn sinni til þingsins lýsti Landsnefnd UN Women á Íslandi almennri ánægju með áætlunina og þá áherslu sem þróunarsamvinna fær í utanríkisstefnu Íslands. Ég vil hvetja þingmenn til að fylkja sér að baki áætluninni um alþjóðlega þróunarsamvinnu eins og hún liggur fyrir, og tryggja að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að UN Women megi verða það hreyfiafl í jafnréttismálum sem vonir standa til.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun