Dagur barnsins Eðvald Einar Stefánsson skrifar 27. maí 2011 07:00 Fyrir mig sem foreldri er fátt jafn dýrmætt og samverustund með börnunum mínum. Að setjast á gólfið í barnaherberginu og skapa meistaraverk úr legókubbum getur fullkomnað daginn fyrir mig sem foreldri og ekki síst fyrir börnin mín. Sú samverustund er ekki bara dýrmæt fyrir mig heldur er hún gull í augum barnanna. Við megum aldrei gleyma að það erum ekki við foreldrarnir sem eigum börnin heldur eru það börnin sem eiga okkur foreldrana að. Við erum þau fyrstu sem þau kynnast og þau fyrstu sem þau læra af. Þau treysta því að við berum hag þeirra fyrir brjósti og það er okkar að halda í það traust og veita þeim alla þá athygli og umhyggju sem við mögulega getum. Síðasti sunnudagurinn í maí er dagur barnsins að því undanskildu að hvítasunnudagur lendi ekki á sama degi. Í ár er dagur barnsins nú á sunnudaginn kemur. Í hinum fullkomna heimi væru að sjálfsögðu allir dagar „dagur barnsins“ en við vitum vel að svo er ekki. Skyldur okkar eru margar og þær fara ekki alltaf vel saman við hugmyndir okkar um að eiga góða samveru með börnunum. Á degi barnsins ættum við að prófa að leggja allar skyldur okkar til hliðar ef við mögulega getum og láta börnin njóta þess að eiga samveru með þeim sem standa þeim næst. Það þarf ekki að kosta neitt að eiga ánægjulega stund með barninu sínu heldur er megin tilgangur dagsins að setja barnið í öndvegi. Börn geta einnig haft ákveðnar hugmyndir um það hvernig þau vilja eyða deginum með foreldrum sínum eða þeim sem standa þeim næst. Hlustum á þær raddir og leyfum börnunum að hafa áhrif. Ef þau vilja vakna snemma og horfa á teiknimyndir með foreldrunum þá vöknum við snemma og horfum á teiknimyndir saman, ef þau vilja fara út í hjóla- eða göngutúr þá gerum við akkúrat það. Dagurinn er þeirra, njótum hans saman og gerum það sem börnunum finnst mest gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mig sem foreldri er fátt jafn dýrmætt og samverustund með börnunum mínum. Að setjast á gólfið í barnaherberginu og skapa meistaraverk úr legókubbum getur fullkomnað daginn fyrir mig sem foreldri og ekki síst fyrir börnin mín. Sú samverustund er ekki bara dýrmæt fyrir mig heldur er hún gull í augum barnanna. Við megum aldrei gleyma að það erum ekki við foreldrarnir sem eigum börnin heldur eru það börnin sem eiga okkur foreldrana að. Við erum þau fyrstu sem þau kynnast og þau fyrstu sem þau læra af. Þau treysta því að við berum hag þeirra fyrir brjósti og það er okkar að halda í það traust og veita þeim alla þá athygli og umhyggju sem við mögulega getum. Síðasti sunnudagurinn í maí er dagur barnsins að því undanskildu að hvítasunnudagur lendi ekki á sama degi. Í ár er dagur barnsins nú á sunnudaginn kemur. Í hinum fullkomna heimi væru að sjálfsögðu allir dagar „dagur barnsins“ en við vitum vel að svo er ekki. Skyldur okkar eru margar og þær fara ekki alltaf vel saman við hugmyndir okkar um að eiga góða samveru með börnunum. Á degi barnsins ættum við að prófa að leggja allar skyldur okkar til hliðar ef við mögulega getum og láta börnin njóta þess að eiga samveru með þeim sem standa þeim næst. Það þarf ekki að kosta neitt að eiga ánægjulega stund með barninu sínu heldur er megin tilgangur dagsins að setja barnið í öndvegi. Börn geta einnig haft ákveðnar hugmyndir um það hvernig þau vilja eyða deginum með foreldrum sínum eða þeim sem standa þeim næst. Hlustum á þær raddir og leyfum börnunum að hafa áhrif. Ef þau vilja vakna snemma og horfa á teiknimyndir með foreldrunum þá vöknum við snemma og horfum á teiknimyndir saman, ef þau vilja fara út í hjóla- eða göngutúr þá gerum við akkúrat það. Dagurinn er þeirra, njótum hans saman og gerum það sem börnunum finnst mest gaman.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar