Ísland úr stríði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 27. maí 2011 08:00 Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið þegar kalda stríðið var í algleymingi og heimsmyndin dregin skörpum skilum milli tveggja andstæðra fylkinga. Stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, standa nú ekki lengur með vopnabúr sín hvort á móti öðru heldur hafa hagsmuna- og hernaðarátök á heimsvísu tekið á sig gjörbreytta mynd. Atlantshafsbandalagið hefur einnig tekið miklum breytingum í tímans rás, en þó ekki með þeim hætti sem eðlilegt hefði verið í ljósi breyttrar skipanar heimsmála. Í stað þess að slíðra sverðin í þágu friðar við lok kalda stríðsins hefur Nató farið í útrás með gríðarlegri hernaðaruppbyggingu um víða veröld. Þetta er byrjunin á þingsályktunartillögu sem öllum þingmönnum hefur verið boðið að gerast meðflutningsmenn að. Ályktunin gengur út á að Ísland segi sig úr hernaðarbandalaginu Nató í samræmi við þá stefnu Íslands að vera herlaust land. Heimurinn hefur breyst, en höfum við breyst? Þjóð sem ætlar að vera í hernaðarbandalagi ætti að setja upp her; þjóð sem er og vill vera herlaus ætti að halda sig utan herskárra hernaðarbandalaga. Hernaðurinn í Írak og Afganistan með aðkomu Nató ætti með réttu að vera fullt tilefni til þess að fólk allra flokka teldi rétt að Ísland segði sig úr bandalaginu. Í stað þess er Ísland nú aðili að enn einni herförinni í fjarlægu landi. Ýmislegt í stríðsrekstrinum í Líbíu minnir óhuggulega á upphaf innrásarinnar í Írak. Eins og venja er orðin þegar innrás er gerð í framandi olíuríki voru loftárásir Nató á Líbíu réttlættar með því að vernda ætti líbískan almenning. En það er einmitt almenningur sem verður verst úti og hafa þúsundir þegar látið lífið. Það er löngu tímabært að Ísland sýni í verki að það er sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Í stað þess að vera föst í viðjum kalda stríðsins er lag að hugsa upp á nýtt og tryggja að Ísland sé ekki og verði ekki enn og aftur aðili að hörmulegum þjáningum óbreyttra borgara í fjarlægum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið þegar kalda stríðið var í algleymingi og heimsmyndin dregin skörpum skilum milli tveggja andstæðra fylkinga. Stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, standa nú ekki lengur með vopnabúr sín hvort á móti öðru heldur hafa hagsmuna- og hernaðarátök á heimsvísu tekið á sig gjörbreytta mynd. Atlantshafsbandalagið hefur einnig tekið miklum breytingum í tímans rás, en þó ekki með þeim hætti sem eðlilegt hefði verið í ljósi breyttrar skipanar heimsmála. Í stað þess að slíðra sverðin í þágu friðar við lok kalda stríðsins hefur Nató farið í útrás með gríðarlegri hernaðaruppbyggingu um víða veröld. Þetta er byrjunin á þingsályktunartillögu sem öllum þingmönnum hefur verið boðið að gerast meðflutningsmenn að. Ályktunin gengur út á að Ísland segi sig úr hernaðarbandalaginu Nató í samræmi við þá stefnu Íslands að vera herlaust land. Heimurinn hefur breyst, en höfum við breyst? Þjóð sem ætlar að vera í hernaðarbandalagi ætti að setja upp her; þjóð sem er og vill vera herlaus ætti að halda sig utan herskárra hernaðarbandalaga. Hernaðurinn í Írak og Afganistan með aðkomu Nató ætti með réttu að vera fullt tilefni til þess að fólk allra flokka teldi rétt að Ísland segði sig úr bandalaginu. Í stað þess er Ísland nú aðili að enn einni herförinni í fjarlægu landi. Ýmislegt í stríðsrekstrinum í Líbíu minnir óhuggulega á upphaf innrásarinnar í Írak. Eins og venja er orðin þegar innrás er gerð í framandi olíuríki voru loftárásir Nató á Líbíu réttlættar með því að vernda ætti líbískan almenning. En það er einmitt almenningur sem verður verst úti og hafa þúsundir þegar látið lífið. Það er löngu tímabært að Ísland sýni í verki að það er sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Í stað þess að vera föst í viðjum kalda stríðsins er lag að hugsa upp á nýtt og tryggja að Ísland sé ekki og verði ekki enn og aftur aðili að hörmulegum þjáningum óbreyttra borgara í fjarlægum löndum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar