Hjúkrun og ofbeldi Ingólfur V. Gíslason skrifar 25. maí 2011 06:00 Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálfsagðar í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálfsagður hluti af því ferli að heilbrigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynleg er til að rétt sé tekið á vanda viðkomandi einstaklinga. Allt of margir einstaklingar í íslensku samfélagi hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. af hendi einhvers nákomins. Slíkt ofbeldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæðum og leiða til kvilla og verkja sem engar skynsamlegar ástæður virðast vera á bak við. Til þess að komast að þessari rót vandans þarf að beita sömu aðferð og varðandi reykingar, það þarf að spyrja. Þetta hefur lengi verið vitað en þrátt fyrir það er það ekki nema á einstaka stöðum eða undir vissum kringumstæðum sem fólk er spurt. Ástæðurnar eru nokkrar og meðal annars er um að ræða sömu ástæðu og hindraði í nokkur ár að farið væri að spyrja um reykingar. Óttinn við að móðga, að verið væri að fara inn á svið sem væri einka. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með að spyrja skjólstæðinga um reynslu af ofbeldi hafa niðurstöður þó alltaf verið þær sömu. Fólk tekur þessum spurningum á sama hátt og öðrum spurningum starfsfólks, sem tilraun til að finna hvað sé að, hvað beri að gera. Aftur og aftur birtast okkur kannanir og rannsóknir sem sýna að afar margir Íslendingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Margir þeirra leita sí og æ til heilbrigðisþjónustunnar með óljós einkenni án þess að fá nokkra bót. Það er mikilvægt fyrir þessa einstaklinga og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild að gripið sé til þess ráðs sem dugar til að fá orsökina upp á yfirborðið. Það þarf að sjá til þess að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar geti spurt skjólstæðinga sína um reynslu af ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálfsagðar í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálfsagður hluti af því ferli að heilbrigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynleg er til að rétt sé tekið á vanda viðkomandi einstaklinga. Allt of margir einstaklingar í íslensku samfélagi hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. af hendi einhvers nákomins. Slíkt ofbeldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæðum og leiða til kvilla og verkja sem engar skynsamlegar ástæður virðast vera á bak við. Til þess að komast að þessari rót vandans þarf að beita sömu aðferð og varðandi reykingar, það þarf að spyrja. Þetta hefur lengi verið vitað en þrátt fyrir það er það ekki nema á einstaka stöðum eða undir vissum kringumstæðum sem fólk er spurt. Ástæðurnar eru nokkrar og meðal annars er um að ræða sömu ástæðu og hindraði í nokkur ár að farið væri að spyrja um reykingar. Óttinn við að móðga, að verið væri að fara inn á svið sem væri einka. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með að spyrja skjólstæðinga um reynslu af ofbeldi hafa niðurstöður þó alltaf verið þær sömu. Fólk tekur þessum spurningum á sama hátt og öðrum spurningum starfsfólks, sem tilraun til að finna hvað sé að, hvað beri að gera. Aftur og aftur birtast okkur kannanir og rannsóknir sem sýna að afar margir Íslendingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Margir þeirra leita sí og æ til heilbrigðisþjónustunnar með óljós einkenni án þess að fá nokkra bót. Það er mikilvægt fyrir þessa einstaklinga og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild að gripið sé til þess ráðs sem dugar til að fá orsökina upp á yfirborðið. Það þarf að sjá til þess að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar geti spurt skjólstæðinga sína um reynslu af ofbeldi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar