Hjúkrun og ofbeldi Ingólfur V. Gíslason skrifar 25. maí 2011 06:00 Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálfsagðar í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálfsagður hluti af því ferli að heilbrigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynleg er til að rétt sé tekið á vanda viðkomandi einstaklinga. Allt of margir einstaklingar í íslensku samfélagi hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. af hendi einhvers nákomins. Slíkt ofbeldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæðum og leiða til kvilla og verkja sem engar skynsamlegar ástæður virðast vera á bak við. Til þess að komast að þessari rót vandans þarf að beita sömu aðferð og varðandi reykingar, það þarf að spyrja. Þetta hefur lengi verið vitað en þrátt fyrir það er það ekki nema á einstaka stöðum eða undir vissum kringumstæðum sem fólk er spurt. Ástæðurnar eru nokkrar og meðal annars er um að ræða sömu ástæðu og hindraði í nokkur ár að farið væri að spyrja um reykingar. Óttinn við að móðga, að verið væri að fara inn á svið sem væri einka. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með að spyrja skjólstæðinga um reynslu af ofbeldi hafa niðurstöður þó alltaf verið þær sömu. Fólk tekur þessum spurningum á sama hátt og öðrum spurningum starfsfólks, sem tilraun til að finna hvað sé að, hvað beri að gera. Aftur og aftur birtast okkur kannanir og rannsóknir sem sýna að afar margir Íslendingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Margir þeirra leita sí og æ til heilbrigðisþjónustunnar með óljós einkenni án þess að fá nokkra bót. Það er mikilvægt fyrir þessa einstaklinga og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild að gripið sé til þess ráðs sem dugar til að fá orsökina upp á yfirborðið. Það þarf að sjá til þess að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar geti spurt skjólstæðinga sína um reynslu af ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálfsagðar í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálfsagður hluti af því ferli að heilbrigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynleg er til að rétt sé tekið á vanda viðkomandi einstaklinga. Allt of margir einstaklingar í íslensku samfélagi hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. af hendi einhvers nákomins. Slíkt ofbeldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæðum og leiða til kvilla og verkja sem engar skynsamlegar ástæður virðast vera á bak við. Til þess að komast að þessari rót vandans þarf að beita sömu aðferð og varðandi reykingar, það þarf að spyrja. Þetta hefur lengi verið vitað en þrátt fyrir það er það ekki nema á einstaka stöðum eða undir vissum kringumstæðum sem fólk er spurt. Ástæðurnar eru nokkrar og meðal annars er um að ræða sömu ástæðu og hindraði í nokkur ár að farið væri að spyrja um reykingar. Óttinn við að móðga, að verið væri að fara inn á svið sem væri einka. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með að spyrja skjólstæðinga um reynslu af ofbeldi hafa niðurstöður þó alltaf verið þær sömu. Fólk tekur þessum spurningum á sama hátt og öðrum spurningum starfsfólks, sem tilraun til að finna hvað sé að, hvað beri að gera. Aftur og aftur birtast okkur kannanir og rannsóknir sem sýna að afar margir Íslendingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Margir þeirra leita sí og æ til heilbrigðisþjónustunnar með óljós einkenni án þess að fá nokkra bót. Það er mikilvægt fyrir þessa einstaklinga og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild að gripið sé til þess ráðs sem dugar til að fá orsökina upp á yfirborðið. Það þarf að sjá til þess að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar geti spurt skjólstæðinga sína um reynslu af ofbeldi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar