Þarfir nýrra tíma Kristín Ingólfsdóttir skrifar 25. maí 2011 07:00 Áhrif af eldgosi í Eyjafjallajökli í fyrra og Grímsvötnum nú á þessu vori knýja á um leit að nýrri þekkingu á sviði flugvélaiðnaðar, flugumferðarstjórnunar, jarðvísinda, veðurfræði og heilbrigðisvísinda. Á örfáum misserum höfum við orðið vitni að því hvernig skyndilegar breytingar af völdum þjóðfélagshræringa, veðurfarsbreytinga eða náttúruhamfara skapa fyrirvaralaust brýna þörf fyrir nýja þekkingu á fjölmörgum sviðum. Við sjáum þetta eftir náttúruhamfarir og kjarnorkuleka í Japan, fjármálakreppur víða um heim og samfélagsuppnám í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem á ekki síst rætur í matvælaverðhækkunum sem tengja má veðurfarsbreytingum. Þessi nýlegu dæmi eru góð áminning um hversu vandasamt er að spá fyrir um þarfir framtíðar í menntun og vísindum. Við verðum vitni að því að hagkerfi heimsins tekur gífurlegum breytingum. Með undraverðum hraða er Kína orðið næststærsta hagkerfi í heimi og helsti lánardrottinn þeirra sem mest máttu sín fyrir nokkrum áratugum. Indland, Brasilía og önnur lönd Asíu og Suður-Ameríku eru á hraðri siglingu. Efnahagsleg og pólitísk þungamiðja í heiminum er að færast til austurs og suðurs. Þetta mun allt hafa gífurleg áhrif á valdajafnvægi, viðskipti, efnahag, menningu og stjórnmál. Einn helsti mælikvarði á getu þjóða til arðbærrar þekkingarsköpunar er hlutfall ungs fólks með háskólamenntun í hverju landi. Fyrir 30 árum var þetta hlutfall hæst í Bandaríkjunum en nú eru þau í 9. sæti. Obama forseti hefur sett markmið um að Bandaríkin nái aftur forystusæti fyrir árið 2020. Þetta þýðir að hlutfall ungs fólks með háskólamenntun þar í landi þarf að aukast úr 40% í 60%. Þetta er háleitt markmið en bandarísk stjórnvöld vinna eftir aðgerðaráætlun sem á að skila þessum árangri. Þetta er að hluta andsvar Bandaríkjanna við hraðri sókn Austur-Asíulanda á sviði mennta og vísinda. Þar hefur róðurinn verið verulega hertur í krafti hagvaxtar og langtímasýnar um gildi menntunar. Suður-Kórea hefur til að mynda á stuttum tíma þróað eitt best menntaða vinnuafl í heiminum. Í Singapore, Indlandi og Kína hefur mikil áhersla verið lögð á fjárfestingu í menntun, vísindum og nýsköpun. Það er augljóst að bandarískir og evrópskir nemendur þurfa í vaxandi mæli að keppa við stúdenta frá þessum löndum, m.a. um pláss við virtustu háskóla og síðan um störf á alþjóðavettvangi. Þar við bætist að fyrirtæki í Austur-Asíu koma til leiks á alþjóðlegum samkeppnismarkaði með sífellt betur menntað fólk. Nágrannalönd okkar hafa mörg brugðist við breyttri heimsmynd og aukinni samkeppni með því að setja skýr markmið í mennta- og vísindamálum. Dönsk stjórnvöld undir forystu forsætisráðherranna Anders Fogh Rasmussen og Lars Lökke Rasmussen hafa sett metnaðarfulla stefnu og nýlega það markmið að Danir eigi háskóla meðal 10 bestu í heimi fyrir árið 2020. Þessu er fylgt eftir með róttækum skipulagsbreytingum og stórauknum fjárframlögum til háskóla. Annars staðar á Norðurlöndum er einnig verið að auka framlag til háskólastarfsemi. Ekkert bendir til annars en að sama gildi hér á landi og annars staðar, að styrkur og samkeppnishæfni Íslands í framtíðinni velti á getu til að skapa nýja þekkingu, að staða okkar í heiminum velti á því af hvaða krafti við höfum byggt upp háskólamenntun og vísindi. En hvernig stendur fámenn þjóð undir slíku? - Í fyrsta lagi með því að átta sig á mikilvægi þess að setja skýr markmið um árangur líkt og aðrar þjóðir hafa gert. Árangur sem nær til menntunar á öllum stigum, árangur á sviði bóknáms, tæknináms, verk- og iðnnáms og listnáms. - Í öðru lagi með ýtarlegri aðgerðaráætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum. - Í þriðja lagi með því að skilgreina hvað sókn af þessu tagi kostar og fylgja áætlunum eftir með fjárveitingu. - Í fjórða lagi með skipulagi menntakerfis sem tekur fyrst og fremst mið af markmiðasetningu. - Í fimmta lagi með því að meta árlega hvernig gengur að ná settum markmiðum og taka á af krafti þar sem upp á vantar. Það er gríðarlega mikilvægt að við Íslendingar skynjum þær miklu breytingar sem eru að verða í heiminum og bregðumst við í tæka tíð. Samfélagið hefur nýjar og auknar þarfir fyrir þekkingu á nýjum tímum. Við þurfum meiri breidd og dýpt og sveigjanleika í menntun og vísindum til að búa í haginn fyrir það sem óviss framtíð býr okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Áhrif af eldgosi í Eyjafjallajökli í fyrra og Grímsvötnum nú á þessu vori knýja á um leit að nýrri þekkingu á sviði flugvélaiðnaðar, flugumferðarstjórnunar, jarðvísinda, veðurfræði og heilbrigðisvísinda. Á örfáum misserum höfum við orðið vitni að því hvernig skyndilegar breytingar af völdum þjóðfélagshræringa, veðurfarsbreytinga eða náttúruhamfara skapa fyrirvaralaust brýna þörf fyrir nýja þekkingu á fjölmörgum sviðum. Við sjáum þetta eftir náttúruhamfarir og kjarnorkuleka í Japan, fjármálakreppur víða um heim og samfélagsuppnám í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem á ekki síst rætur í matvælaverðhækkunum sem tengja má veðurfarsbreytingum. Þessi nýlegu dæmi eru góð áminning um hversu vandasamt er að spá fyrir um þarfir framtíðar í menntun og vísindum. Við verðum vitni að því að hagkerfi heimsins tekur gífurlegum breytingum. Með undraverðum hraða er Kína orðið næststærsta hagkerfi í heimi og helsti lánardrottinn þeirra sem mest máttu sín fyrir nokkrum áratugum. Indland, Brasilía og önnur lönd Asíu og Suður-Ameríku eru á hraðri siglingu. Efnahagsleg og pólitísk þungamiðja í heiminum er að færast til austurs og suðurs. Þetta mun allt hafa gífurleg áhrif á valdajafnvægi, viðskipti, efnahag, menningu og stjórnmál. Einn helsti mælikvarði á getu þjóða til arðbærrar þekkingarsköpunar er hlutfall ungs fólks með háskólamenntun í hverju landi. Fyrir 30 árum var þetta hlutfall hæst í Bandaríkjunum en nú eru þau í 9. sæti. Obama forseti hefur sett markmið um að Bandaríkin nái aftur forystusæti fyrir árið 2020. Þetta þýðir að hlutfall ungs fólks með háskólamenntun þar í landi þarf að aukast úr 40% í 60%. Þetta er háleitt markmið en bandarísk stjórnvöld vinna eftir aðgerðaráætlun sem á að skila þessum árangri. Þetta er að hluta andsvar Bandaríkjanna við hraðri sókn Austur-Asíulanda á sviði mennta og vísinda. Þar hefur róðurinn verið verulega hertur í krafti hagvaxtar og langtímasýnar um gildi menntunar. Suður-Kórea hefur til að mynda á stuttum tíma þróað eitt best menntaða vinnuafl í heiminum. Í Singapore, Indlandi og Kína hefur mikil áhersla verið lögð á fjárfestingu í menntun, vísindum og nýsköpun. Það er augljóst að bandarískir og evrópskir nemendur þurfa í vaxandi mæli að keppa við stúdenta frá þessum löndum, m.a. um pláss við virtustu háskóla og síðan um störf á alþjóðavettvangi. Þar við bætist að fyrirtæki í Austur-Asíu koma til leiks á alþjóðlegum samkeppnismarkaði með sífellt betur menntað fólk. Nágrannalönd okkar hafa mörg brugðist við breyttri heimsmynd og aukinni samkeppni með því að setja skýr markmið í mennta- og vísindamálum. Dönsk stjórnvöld undir forystu forsætisráðherranna Anders Fogh Rasmussen og Lars Lökke Rasmussen hafa sett metnaðarfulla stefnu og nýlega það markmið að Danir eigi háskóla meðal 10 bestu í heimi fyrir árið 2020. Þessu er fylgt eftir með róttækum skipulagsbreytingum og stórauknum fjárframlögum til háskóla. Annars staðar á Norðurlöndum er einnig verið að auka framlag til háskólastarfsemi. Ekkert bendir til annars en að sama gildi hér á landi og annars staðar, að styrkur og samkeppnishæfni Íslands í framtíðinni velti á getu til að skapa nýja þekkingu, að staða okkar í heiminum velti á því af hvaða krafti við höfum byggt upp háskólamenntun og vísindi. En hvernig stendur fámenn þjóð undir slíku? - Í fyrsta lagi með því að átta sig á mikilvægi þess að setja skýr markmið um árangur líkt og aðrar þjóðir hafa gert. Árangur sem nær til menntunar á öllum stigum, árangur á sviði bóknáms, tæknináms, verk- og iðnnáms og listnáms. - Í öðru lagi með ýtarlegri aðgerðaráætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum. - Í þriðja lagi með því að skilgreina hvað sókn af þessu tagi kostar og fylgja áætlunum eftir með fjárveitingu. - Í fjórða lagi með skipulagi menntakerfis sem tekur fyrst og fremst mið af markmiðasetningu. - Í fimmta lagi með því að meta árlega hvernig gengur að ná settum markmiðum og taka á af krafti þar sem upp á vantar. Það er gríðarlega mikilvægt að við Íslendingar skynjum þær miklu breytingar sem eru að verða í heiminum og bregðumst við í tæka tíð. Samfélagið hefur nýjar og auknar þarfir fyrir þekkingu á nýjum tímum. Við þurfum meiri breidd og dýpt og sveigjanleika í menntun og vísindum til að búa í haginn fyrir það sem óviss framtíð býr okkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar