Atvinna í stað aðgerðaleysis Björk Vilhelmsdóttir skrifar 18. maí 2011 06:00 Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar