Foreldrastarf mikilvægasta starfið? Sjöfn Þórðardóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á foreldrasamstarfi sýna að samstarf foreldra og skóla hefur alltaf jákvæð áhrif. Ávinningur samstarfs felst m.a. í betri líðan barna í skólanum, meiri áhuga og bættum námsárangri, auknu sjálfstrausti nemenda, betri ástundun og minna brottfalli, jákvæðari viðhorfum foreldra og nemenda til skólans og ekki síst forvarnagildi og samstöðu gegn hópþrýstingi. Samstarf heimila og skóla er verðmæt eign sem við eigum að gæta vel. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt hinn 24. maí nk. í 16. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með þessari verðlaunaafhendingu vilja Heimili og skóli vekja jákvæða athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í leik,- grunn- og framhaldsskólum landsins og nærumhverfi þeirra. Starf þetta stuðlar að öflugu samstarfi heimila og skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaunin eru fastur liður í starfsemi Heimilis og skóla og á vorin ríkir mikil eftirvænting þegar okkur berast tilnefningar um fjölmörg áhugaverð verkefni sem sýna hve gott starf er unnið í skólum landsins og nærsamfélaginu. Heimili og skóli vilja hvetja sveitarstjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að gefa starfsfólki sínu svigrúm til að sinna skólagöngu barna sinna og taka þátt í því að vekja athygli á því sem vel er gert. Samtökin vilja hvetja alla til að vinna að fjölskylduvænni starfsmannastefnu og er það allra hagur ef vel tekst til. Óskað er eftir tilnefningum þar sem vakin er athygli á einstaklingum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, félögum eða skólum sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra, kennara og annarra sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Einnig þar sem komið hefur verið á jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og unnið að því að brúa bilið á milli foreldra, kennara og nemenda. Verkefnið sem tilnefnt er verður að hafa skýran tilgang og hafa sýnt fram á varanleika. Sérstök dómnefnd mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofantöldum viðmiðum og eru í samræmi við skilyrðin sem fram hafa komið. Ég vil hvetja ykkur til að skoða skólasamfélagið ykkar sem og nærsamfélagið og tilnefna þá aðila til foreldraverðlauna árið 2011 sem ykkur finnst hafa lagt þessum málum lið og sem hafa eflt samstarf heimila, skóla og nærsamfélagsins á einhvern hátt. Hægt er að senda inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fara inn á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is og fylla út eyðublað þar. Síðasti skiladagur tilnefninga er 28. apríl. Í foreldrasamfélaginu er mannauður sem okkur er skylt að virkja og ekki síst í árferði sem þessu. Við þurfum öll að standa saman og standa vörð um lífsgæði barna okkar, stuðla að því að efla fjölskyldugildin og auka gæði samveru fjölskyldunnar. Mikilvægt er að horfa til þeirra tækifæra sem bjóðast í samfélaginu til að styrkja gömlu góðu gildin og leyfa mannauðnum að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á foreldrasamstarfi sýna að samstarf foreldra og skóla hefur alltaf jákvæð áhrif. Ávinningur samstarfs felst m.a. í betri líðan barna í skólanum, meiri áhuga og bættum námsárangri, auknu sjálfstrausti nemenda, betri ástundun og minna brottfalli, jákvæðari viðhorfum foreldra og nemenda til skólans og ekki síst forvarnagildi og samstöðu gegn hópþrýstingi. Samstarf heimila og skóla er verðmæt eign sem við eigum að gæta vel. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt hinn 24. maí nk. í 16. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með þessari verðlaunaafhendingu vilja Heimili og skóli vekja jákvæða athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í leik,- grunn- og framhaldsskólum landsins og nærumhverfi þeirra. Starf þetta stuðlar að öflugu samstarfi heimila og skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaunin eru fastur liður í starfsemi Heimilis og skóla og á vorin ríkir mikil eftirvænting þegar okkur berast tilnefningar um fjölmörg áhugaverð verkefni sem sýna hve gott starf er unnið í skólum landsins og nærsamfélaginu. Heimili og skóli vilja hvetja sveitarstjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að gefa starfsfólki sínu svigrúm til að sinna skólagöngu barna sinna og taka þátt í því að vekja athygli á því sem vel er gert. Samtökin vilja hvetja alla til að vinna að fjölskylduvænni starfsmannastefnu og er það allra hagur ef vel tekst til. Óskað er eftir tilnefningum þar sem vakin er athygli á einstaklingum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, félögum eða skólum sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra, kennara og annarra sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Einnig þar sem komið hefur verið á jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og unnið að því að brúa bilið á milli foreldra, kennara og nemenda. Verkefnið sem tilnefnt er verður að hafa skýran tilgang og hafa sýnt fram á varanleika. Sérstök dómnefnd mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofantöldum viðmiðum og eru í samræmi við skilyrðin sem fram hafa komið. Ég vil hvetja ykkur til að skoða skólasamfélagið ykkar sem og nærsamfélagið og tilnefna þá aðila til foreldraverðlauna árið 2011 sem ykkur finnst hafa lagt þessum málum lið og sem hafa eflt samstarf heimila, skóla og nærsamfélagsins á einhvern hátt. Hægt er að senda inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fara inn á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is og fylla út eyðublað þar. Síðasti skiladagur tilnefninga er 28. apríl. Í foreldrasamfélaginu er mannauður sem okkur er skylt að virkja og ekki síst í árferði sem þessu. Við þurfum öll að standa saman og standa vörð um lífsgæði barna okkar, stuðla að því að efla fjölskyldugildin og auka gæði samveru fjölskyldunnar. Mikilvægt er að horfa til þeirra tækifæra sem bjóðast í samfélaginu til að styrkja gömlu góðu gildin og leyfa mannauðnum að njóta sín.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun