Átök á milli stjórnmálaflokka eru til góðs fyrir kjósendur Eva Heiða Önnudóttir skrifar 19. apríl 2011 00:00 Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun