Skattar, spilling og stjórnmál Jóhannes Karlsson skrifar 18. apríl 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun