Stöndum hvert með öðru Jóna Rúna Kvaran skrifar 9. apríl 2011 06:00 Ekki fyrir löngu voru vorjafndægur og við flest hugsum okkur gott til glóðarinnar þegar fer að birta og veður að breytast til hins betra. Það er þó rétt að benda á að mars-mánuður er oft mjög erfiður vegna þess að snjólega séð er engu líkara heldur en að risafoss gangi fram í nokkrar vikur og svo komi eins og stöðuvatn í kjölfarið sem verður lygnara eftir því sem líður á. Það er ótrúlega margt að gerast í okkar ágæta samfélagi og nú standa fyrir dyrum eftir nokkra daga, svokallaðar IceSave-kosningar. Ég er algjörlega mótfallin því að við borgum fyrir dómgreindarlausa, siðblinda og hrokafulla einstaklinga sem víluðu sér ekki við að fara með fé Íslendinga hingað og þangað um heiminn og fannst það í lagi. Ég vil benda á ef að ég fæ símareikning minn inn um mína lúgu þá fer ég ekki með hann í næsta hús og heimta að konan þar borgi í hennar óþökk, geng svo í burt og finnst þetta í lagi. Ég fengi væntanlega á mig kæru og yrði látin borga reikninginn minn hvort sem mér líkaði betur eða verr, annars fengi ég jafnvel dóm á mig. Að sama skapi á að láta þá sem eru ábyrgir greiða fyrir syndir sínar, ekki saklausa borgara. Vegna atburðanna með nokkurra vikna millibili á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli fengu margir Íslendingar áfall vegna jarðskjálftanna í t.d. Japan að undanförnu. Ég vil benda á að þó alltaf sé jafnerfitt að takast á við afleiðingar svona alvarlegs jarðróts og hræringa í heiminum þá er munurinn á íslenskum jarðhræringum og þeim japönsku eða víðar, eins og munurinn á milli hvals og fálka þó tölurnar séu svipaðar. Það er ólíklegt að við fáum svipaða skjálfta hér. Við megum því vel við una í okkar vanda þótt vandi sé alltaf erfiður. Það er furðulegt hvað gengið hefur á í heiminum á mjög stuttum tíma og þjóðinni er fullkunnugt um. Það eru erfiðleikar í Miðausturlöndum, Asíu og Afríku og víðar. Mikil veraldleg og úthugsuð mannleg átök eru í gangi sem eiga upphaf sitt hjá fólki en ekki náttúru. Ég vil bara segja að lokum að það er greinilegt að fólk þarf að átta sig á því meira nú en nokkru sinni áður, þar sem upplýsingaöldin er algjör, að við þurfum að standa hvert með öðru og trúlega breyta á einhvern hátt viðhorfum okkar til alheimsins og ýta kannski frekar undir réttsýni, lítillæti, auðmýkt og trú, heldur en hroka, yfirgang, siðblindu og trúleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki fyrir löngu voru vorjafndægur og við flest hugsum okkur gott til glóðarinnar þegar fer að birta og veður að breytast til hins betra. Það er þó rétt að benda á að mars-mánuður er oft mjög erfiður vegna þess að snjólega séð er engu líkara heldur en að risafoss gangi fram í nokkrar vikur og svo komi eins og stöðuvatn í kjölfarið sem verður lygnara eftir því sem líður á. Það er ótrúlega margt að gerast í okkar ágæta samfélagi og nú standa fyrir dyrum eftir nokkra daga, svokallaðar IceSave-kosningar. Ég er algjörlega mótfallin því að við borgum fyrir dómgreindarlausa, siðblinda og hrokafulla einstaklinga sem víluðu sér ekki við að fara með fé Íslendinga hingað og þangað um heiminn og fannst það í lagi. Ég vil benda á ef að ég fæ símareikning minn inn um mína lúgu þá fer ég ekki með hann í næsta hús og heimta að konan þar borgi í hennar óþökk, geng svo í burt og finnst þetta í lagi. Ég fengi væntanlega á mig kæru og yrði látin borga reikninginn minn hvort sem mér líkaði betur eða verr, annars fengi ég jafnvel dóm á mig. Að sama skapi á að láta þá sem eru ábyrgir greiða fyrir syndir sínar, ekki saklausa borgara. Vegna atburðanna með nokkurra vikna millibili á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli fengu margir Íslendingar áfall vegna jarðskjálftanna í t.d. Japan að undanförnu. Ég vil benda á að þó alltaf sé jafnerfitt að takast á við afleiðingar svona alvarlegs jarðróts og hræringa í heiminum þá er munurinn á íslenskum jarðhræringum og þeim japönsku eða víðar, eins og munurinn á milli hvals og fálka þó tölurnar séu svipaðar. Það er ólíklegt að við fáum svipaða skjálfta hér. Við megum því vel við una í okkar vanda þótt vandi sé alltaf erfiður. Það er furðulegt hvað gengið hefur á í heiminum á mjög stuttum tíma og þjóðinni er fullkunnugt um. Það eru erfiðleikar í Miðausturlöndum, Asíu og Afríku og víðar. Mikil veraldleg og úthugsuð mannleg átök eru í gangi sem eiga upphaf sitt hjá fólki en ekki náttúru. Ég vil bara segja að lokum að það er greinilegt að fólk þarf að átta sig á því meira nú en nokkru sinni áður, þar sem upplýsingaöldin er algjör, að við þurfum að standa hvert með öðru og trúlega breyta á einhvern hátt viðhorfum okkar til alheimsins og ýta kannski frekar undir réttsýni, lítillæti, auðmýkt og trú, heldur en hroka, yfirgang, siðblindu og trúleysi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun