Hvers vegna ég segi nei við Icesave Baldvin Jónsson skrifar 9. apríl 2011 06:00 Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun