Mikilvægur stuðningur við nýja stofnun SÞ Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2011 07:00 Ný stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa fyrr á þessu ári. Hún varð til við sameiningu fjögurra stofnana innan SÞ sem fengist höfðu við jafnréttismál, en þeirra stærst var Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Lengi hafði verið rætt um að efla þyrfti starf Sameinuðu þjóðanna við að bæta réttindi og stöðu kvenna, enda höfðu stofnanirnar sem UN Women byggir á umtalsvert minni fjárráð, mannafla og aðkomu að ákvarðanatöku en margar sambærilegar stofnanir innan SÞ kerfisins. Miklar vonir eru því bundnar við tilkomu UN Women, sem ætlað er að hafa stóraukin umsvif og áhrif. Víst er að verkefnin eru bæði næg og brýn, sér í lagi í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Starfsemi UN Women byggir að verulegu leyti á frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ. Íslendingar voru meðal dyggustu stuðningsþjóða UNIFEM, bæði hvað varðar málefnalegan stuðning og fjárframlög miðað við höfðatölu. Áætlun sem fyrir liggur um alþjóðlega þróunarsamvinnu gerir ráð fyrir að Ísland muni áfram standa ötullega að baki UN Women og óskandi er að það gangi eftir. Sem fyrrverandi starfsmaður í höfuðstöðvum UNIFEM í New York og núverandi ráðgjafi hjá UN Women hef ég kynnst mikilvægi þess starfs sem unnið er á vegum stofnunarinnar um allan heim. Þegar þetta er ritað rekur UN Women 15 heimshlutamiðstöðvar og samtals um 60 verkefnaskrifstofur í samstarfslöndum, þar sem stofnunin veitir fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að bæta lagalega og samfélagslega stöðu kvenna, í samvinnu við yfirvöld, kvennahreyfingar og frjáls félagasamtök. Aðildarríki SÞ hafa markað hinni nýju stofnun áherslusvið, en þau eru barátta gegn kynbundnu ofbeldi; stuðningur við þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu eftir átök; stuðningur við þátttöku kvenna í stjórnmálum og athafnalífi; efling efnahagslegrar stöðu kvenna; aðstoð við að samþætta kynjasjónarmið í hagstjórn og áætlanagerð; stuðningur við ríki til að uppfylla skuldbindingar þeirra samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum; og loks kynjajafnrétti sem hluti af Þúsaldarmarkmiðum SÞ. Jafnframt er UN Women ætlað að gegna mikilvægu hlutverki við þekkingaröflun, samhæfingu og stefnumótun, sem leiðandi stofnun á sviði jafnréttismála innan SÞ, auk þess að hafa eftirlit með því hvernig alþjóðasamfélaginu gengur að framfylgja settum markmiðum. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2011-2014. Það er vel að UN Women er þar tilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands, ásamt Alþjóðabankanum, UNICEF og Háskóla SÞ. Auk þess eru jafnrétti og umhverfismál skilgreind sem þverlæg málefni, sem allt þróunarstarf skuli taka mið af. Bent er á að reynslan sýni að þróunarsamvinna sem grundvallast á jöfnum rétti og þátttöku kvenna og karla, og tekur tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja, sé líklegri til að skila varanlegum árangri. Í umsögn sinni til þingsins lýsti Landsnefnd UN Women á Íslandi almennri ánægju með áætlunina og þá áherslu sem þróunarsamvinna fær í utanríkisstefnu Íslands. Ég vil hvetja þingmenn til að fylkja sér að baki áætluninni um alþjóðlega þróunarsamvinnu eins og hún liggur fyrir, og tryggja að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að UN Women megi verða það hreyfiafl í jafnréttismálum sem vonir standa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ný stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa fyrr á þessu ári. Hún varð til við sameiningu fjögurra stofnana innan SÞ sem fengist höfðu við jafnréttismál, en þeirra stærst var Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Lengi hafði verið rætt um að efla þyrfti starf Sameinuðu þjóðanna við að bæta réttindi og stöðu kvenna, enda höfðu stofnanirnar sem UN Women byggir á umtalsvert minni fjárráð, mannafla og aðkomu að ákvarðanatöku en margar sambærilegar stofnanir innan SÞ kerfisins. Miklar vonir eru því bundnar við tilkomu UN Women, sem ætlað er að hafa stóraukin umsvif og áhrif. Víst er að verkefnin eru bæði næg og brýn, sér í lagi í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Starfsemi UN Women byggir að verulegu leyti á frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ. Íslendingar voru meðal dyggustu stuðningsþjóða UNIFEM, bæði hvað varðar málefnalegan stuðning og fjárframlög miðað við höfðatölu. Áætlun sem fyrir liggur um alþjóðlega þróunarsamvinnu gerir ráð fyrir að Ísland muni áfram standa ötullega að baki UN Women og óskandi er að það gangi eftir. Sem fyrrverandi starfsmaður í höfuðstöðvum UNIFEM í New York og núverandi ráðgjafi hjá UN Women hef ég kynnst mikilvægi þess starfs sem unnið er á vegum stofnunarinnar um allan heim. Þegar þetta er ritað rekur UN Women 15 heimshlutamiðstöðvar og samtals um 60 verkefnaskrifstofur í samstarfslöndum, þar sem stofnunin veitir fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að bæta lagalega og samfélagslega stöðu kvenna, í samvinnu við yfirvöld, kvennahreyfingar og frjáls félagasamtök. Aðildarríki SÞ hafa markað hinni nýju stofnun áherslusvið, en þau eru barátta gegn kynbundnu ofbeldi; stuðningur við þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu eftir átök; stuðningur við þátttöku kvenna í stjórnmálum og athafnalífi; efling efnahagslegrar stöðu kvenna; aðstoð við að samþætta kynjasjónarmið í hagstjórn og áætlanagerð; stuðningur við ríki til að uppfylla skuldbindingar þeirra samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum; og loks kynjajafnrétti sem hluti af Þúsaldarmarkmiðum SÞ. Jafnframt er UN Women ætlað að gegna mikilvægu hlutverki við þekkingaröflun, samhæfingu og stefnumótun, sem leiðandi stofnun á sviði jafnréttismála innan SÞ, auk þess að hafa eftirlit með því hvernig alþjóðasamfélaginu gengur að framfylgja settum markmiðum. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2011-2014. Það er vel að UN Women er þar tilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands, ásamt Alþjóðabankanum, UNICEF og Háskóla SÞ. Auk þess eru jafnrétti og umhverfismál skilgreind sem þverlæg málefni, sem allt þróunarstarf skuli taka mið af. Bent er á að reynslan sýni að þróunarsamvinna sem grundvallast á jöfnum rétti og þátttöku kvenna og karla, og tekur tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja, sé líklegri til að skila varanlegum árangri. Í umsögn sinni til þingsins lýsti Landsnefnd UN Women á Íslandi almennri ánægju með áætlunina og þá áherslu sem þróunarsamvinna fær í utanríkisstefnu Íslands. Ég vil hvetja þingmenn til að fylkja sér að baki áætluninni um alþjóðlega þróunarsamvinnu eins og hún liggur fyrir, og tryggja að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að UN Women megi verða það hreyfiafl í jafnréttismálum sem vonir standa til.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar