Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar 5. mars 2011 09:00 Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. Norska lögreglan á Gardemoen segir rökstuddan grun um að Íslendingarnir hafi ætlað sér að taka þátt í glæpsamlegu athæfi þar í landi og því hafi þeim verið meinað að koma inn í landið. Lögreglan hafði þá í haldi fram á kvöld í gær en búist er við því að þeir yfirgefi landið í dag. Einar Ingi Marteinsson, formaður MC Iceland, hefur að sögn lögreglu kært brottvísunina. MC Iceland bar áður nafnið Fáfnir en skipti um nafn í ágúst árið 2009 þegar klúbburinn varð opinber stuðningsaðili hinna alþjóðlegu Vítisengla. Síðan hefur klúbburinn beðið eftir formlegri inngöngu í samtökin, sem nú hefur verið veitt. Fulltrúar erlendra Vítisenglasamtaka hafa margoft gert sér ferð til Íslands á undanförnum árum en iðulega verið meinuð innganga í landið, síðast í mars 2009. Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við Stöð 2 í mars í fyrra að stjórnvöld myndu leysa upp félagsskap Vítisengla ef þeir stofnuðu félag á Íslandi en í álitsgerð sem unnin var fyrir ráðuneytið segir að stjórnvöld hafi heimild til þess. Fréttablaðið fjallaði á fimmtudag um áhyggjur lögreglu af því að átök brytust út hér á landi milli vélhjólagengja. Nýlega voru stofnuð hér samtökin MC Black Pistons, sem eru stuðningssamtök vélhjólaklúbbsins Outlaws, eða Útlaga, en þeir og Vítisenglar hafa víða tekist á um yfirráð á sviðum skipulegrar glæpastarfsemi. Formaður MC Black Pistons er Jón Trausti Lúthersson, sem áður gegndi formannsembætti hjá Fáfni en hrökklaðist síðan úr klúbbnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi um skipulagða glæpastarfsemi á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði allt benda til þess að hún færðist hér óðum í vöxt. Hann sagðist jafnframt sannfærður um að Íslendingar almennt vildu ekki slíka starfsemi og hún yrði ekki liðin. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. Norska lögreglan á Gardemoen segir rökstuddan grun um að Íslendingarnir hafi ætlað sér að taka þátt í glæpsamlegu athæfi þar í landi og því hafi þeim verið meinað að koma inn í landið. Lögreglan hafði þá í haldi fram á kvöld í gær en búist er við því að þeir yfirgefi landið í dag. Einar Ingi Marteinsson, formaður MC Iceland, hefur að sögn lögreglu kært brottvísunina. MC Iceland bar áður nafnið Fáfnir en skipti um nafn í ágúst árið 2009 þegar klúbburinn varð opinber stuðningsaðili hinna alþjóðlegu Vítisengla. Síðan hefur klúbburinn beðið eftir formlegri inngöngu í samtökin, sem nú hefur verið veitt. Fulltrúar erlendra Vítisenglasamtaka hafa margoft gert sér ferð til Íslands á undanförnum árum en iðulega verið meinuð innganga í landið, síðast í mars 2009. Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við Stöð 2 í mars í fyrra að stjórnvöld myndu leysa upp félagsskap Vítisengla ef þeir stofnuðu félag á Íslandi en í álitsgerð sem unnin var fyrir ráðuneytið segir að stjórnvöld hafi heimild til þess. Fréttablaðið fjallaði á fimmtudag um áhyggjur lögreglu af því að átök brytust út hér á landi milli vélhjólagengja. Nýlega voru stofnuð hér samtökin MC Black Pistons, sem eru stuðningssamtök vélhjólaklúbbsins Outlaws, eða Útlaga, en þeir og Vítisenglar hafa víða tekist á um yfirráð á sviðum skipulegrar glæpastarfsemi. Formaður MC Black Pistons er Jón Trausti Lúthersson, sem áður gegndi formannsembætti hjá Fáfni en hrökklaðist síðan úr klúbbnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi um skipulagða glæpastarfsemi á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði allt benda til þess að hún færðist hér óðum í vöxt. Hann sagðist jafnframt sannfærður um að Íslendingar almennt vildu ekki slíka starfsemi og hún yrði ekki liðin. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira