Innlent

Meirihluti á móti nýju nafni: Landlæknir – lýðheilsa skal það vera

Hið nýja embætti Landlæknir – lýðheilsa á að vera til húsa við Barónstíg.
Hið nýja embætti Landlæknir – lýðheilsa á að vera til húsa við Barónstíg.
Meirihluti heilbrigðisnefndar telur fyrirhugað nafn sameinaðrar stofnunar Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættisins ótækt.

Samkvæmt frumvarpi um sameininguna á stofnunin að heita Embætti landlæknis og lýðheilsu. Það telur meiri hlutinn ekki ganga upp, hvorki málfarslega né lagalega. Leggur hún til að stofnunin heiti Landlæknir – lýðheilsa og að forstöðumaður hennar verði landlæknir en lögin um stofnunina beri heitið lög um landlækni og lýðheilsu. Í nefndaráliti meirihlutans er lagt til að landlækni verði veittar heimildir til skipunar fagráða og að svo verði búið um hnúta að skipun slíkra ráða verði ekki of þung í vöfum.

Í umfjöllun um lýðheilsusjóð segir meirihlutinn að nauðsynlegt sé að leita fleiri tekjustofna til fjármögnunar en gert sé ráð fyrir. Hluti áfengisgjalds og hluti af söluandvirði tóbaks rennur til sjóðsins. Komu upp hugmyndir um að lagt yrði sérstakt „tappagjald“ á gosdrykkjaflöskur sem renna myndi í sjóðinn.

Tappagjald eða gjald af sætum drykkjum gæti til dæmis nýst vel til forvarna í tannverndar- og manneldismálum. Ekki er þó lagt til að slíkt gjald verði tekið upp.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×