Sannfærandi stílæfingar Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2011 00:01 This Is What's Left of It með Groundfloor. Tónlist This Is What‘s Left Of It Groundfloor Íslenska hljómsveitin Groundfloor var stofnuð af þeim Ólafi Tómasi Guðbjartssyni söngvara og gítarleikara og Haraldi Guðmundssyni söngvara og kontrabassaleikara árið 2003. Þeir voru tveir í upphafi, en sveitin var orðin fjögurra manna þegar hún hljóðritaði fyrstu plötuna sína Bones sem kom út árið 2008. Þeir Ólafur og Haraldur voru báðir fluttir úr landi þegar Bones kom út og ákváðu að dreifa plötunni í Austurríki þar sem Haraldur hafði komið sér fyrir. Plötunni var vel tekið ytra og í framhaldinu fór sveitin á tónleikaferðalag um Austurríki. Þýskaland og Ítalíu sumarið 2009, með breyttri mannaskipan. …This Is What‘s Left Of It var svo hljóðrituð með þeirri mannaskipan, en auk Ólafs og Haraldar eru píanóleikarinn og söngkonan Harpa Þorvaldsdóttir, trommuleikarinn og söngvarinn Þorvaldur Þorvaldsson og fiðluleikarinn Julia Czerniawska nú í sveitinni, en þau þrjú hafa öll stundað tónlistarnám í Salzburg. …This Is What‘s Left of It er ágætis plata. Þetta er vandað og vel fram borið popp. Lagasmíðarnar eru fínar og það er farið um víðan völl í útsetningunum. Áhrifa gætir frá þjóðlagapoppi, djassi og rokki og sumstaðar koma listamenn eins og Tom Waits eða Damien Rice upp í hugann. Það er margt smekklega gert hér og platan hljómar vel. Það sem vantar upp á er eitthvað sem gæfi hljómsveitinni sérstöðu. Þrátt fyrir að …This Is What‘s Left of It sé um margt vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu. Niðurstaða: Skemmtileg plata frá hljómsveit sem lofar góðu Tónlist Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist This Is What‘s Left Of It Groundfloor Íslenska hljómsveitin Groundfloor var stofnuð af þeim Ólafi Tómasi Guðbjartssyni söngvara og gítarleikara og Haraldi Guðmundssyni söngvara og kontrabassaleikara árið 2003. Þeir voru tveir í upphafi, en sveitin var orðin fjögurra manna þegar hún hljóðritaði fyrstu plötuna sína Bones sem kom út árið 2008. Þeir Ólafur og Haraldur voru báðir fluttir úr landi þegar Bones kom út og ákváðu að dreifa plötunni í Austurríki þar sem Haraldur hafði komið sér fyrir. Plötunni var vel tekið ytra og í framhaldinu fór sveitin á tónleikaferðalag um Austurríki. Þýskaland og Ítalíu sumarið 2009, með breyttri mannaskipan. …This Is What‘s Left Of It var svo hljóðrituð með þeirri mannaskipan, en auk Ólafs og Haraldar eru píanóleikarinn og söngkonan Harpa Þorvaldsdóttir, trommuleikarinn og söngvarinn Þorvaldur Þorvaldsson og fiðluleikarinn Julia Czerniawska nú í sveitinni, en þau þrjú hafa öll stundað tónlistarnám í Salzburg. …This Is What‘s Left of It er ágætis plata. Þetta er vandað og vel fram borið popp. Lagasmíðarnar eru fínar og það er farið um víðan völl í útsetningunum. Áhrifa gætir frá þjóðlagapoppi, djassi og rokki og sumstaðar koma listamenn eins og Tom Waits eða Damien Rice upp í hugann. Það er margt smekklega gert hér og platan hljómar vel. Það sem vantar upp á er eitthvað sem gæfi hljómsveitinni sérstöðu. Þrátt fyrir að …This Is What‘s Left of It sé um margt vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu. Niðurstaða: Skemmtileg plata frá hljómsveit sem lofar góðu
Tónlist Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira