Niðurgreiðslur í stað tolla 1. mars 2011 04:00 Við inngöngu í ESB hafa þjóðir hingað til samræmt tolla sína viðtollaskrá Evrópusambandsins. Nordicphotos/afp Hver er staðan á tollamálum í aðildarviðræðum Íslands og ESB? Nánast útilokað er að íslenskur landbúnaður verði áfram verndaður með tollum gangi Íslendingar í Evrópusambandið, sagði Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, á dögunum, á síðasta aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi. Nokkrum dögum fyrr, í lok janúar, lauk rýnifundi Íslands og ESB um landbúnaðarmál úti í Brussel. Blaðið hefur greint frá því að þar áréttaði samningahópur Íslands „mikilvægi þeirrar verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur í formi tollverndar". Álit meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarviðræður við ESB er grundvöllur núverandi samningaferlis Íslands. Þar leggur meirihlutinn áherslu á, í beinu framhaldi af umræðu um tollvernd, að mikilvægt sé að „leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað". Matvælaverð og bændurnirErna HauksdóttirFyrirheit sem þessi urðu Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, efni til að óttast það hér í blaðinu að ávinningur ferðaþjónustunnar af hugsanlegri inngöngu landsins í ESB kynni að verða minni en ella. Taldi Erna að Íslendingum yrði áfram gert að kaupa landbúnaðarvörur frá meginlandi Evrópu gegn „yfirgengilegum tollum". En hátt matarverð á Íslandi dregur úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, að mati Ernu. Fleiri hafa bent á að í aðildarviðræðunum kunni hagsmunir bænda og neytenda að stangast á. Þó skal þess getið að bændur telja tollvernd halda matarverði niðri. Alþingi reiknar vart með tollverndHarald AspelundFyrrgreind ummæli Stefáns Hauks hjá kúabændum má lesa á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðarsambandið ályktar sem svo að skoðun formannsins sé á skjön við meirihlutaálit utanríkismálanefndar og hefur mátt lesa svipaðar ályktanir víðar á vefnum. En í þeim kafla títtnefnds álits sem fjallar um þjóðhagsleg áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands segir: „Þó má ætla að breytingar muni verða á sviði landbúnaðar þar sem landbúnaðurinn mun þurfa að laga sig að breyttum reglum sem munu ekki síður varða neytendur vegna afnáms tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum frá ESB." Því má ljóst vera að utanríkismálanefnd Alþingis gerði sér grein fyrir því að innganga í ESB þýddi afnám tolla milli Íslands og ESB, enda hefur svo verið um allar aðrar þjóðir sem gengið hafa í sambandið. Öllu haldið opnuÞessum möguleika, að viðhalda tollvernd, er þó haldið opnum. Utanríkismálanefnd taldi enda ástæðu til að athuga hvort nauðsynlegt væri að „útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda". Harald Aspelund, varaformaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál, var spurður oftar en einu sinni um tollvernd á kynningarfundi hjá Mími símenntun fyrir skemmstu og hvort henni ætti að viðhalda. Til dæmis hvort til stæði að bjóða upp á franska osta hér á sambærilegu verði og á meginlandinu. „Við höfum ekki mótað okkur samningsafstöðu," svaraði Harald og treysti sér ekki til að kveða fastar að orði. Samningsafstaða Íslendinga verður ekki fastmótuð fyrr en að yfirstandandi rýniferli loknu, en því lýkur í sumar. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið nefndar til að viðhalda stuðningi við bændur, svo sem að fá íslenskan landbúnað flokkaðan sem heimskautalandbúnað, en það hefur í för með sér rýmri heimildir til niðurgreiðslna til bænda. klemens@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hver er staðan á tollamálum í aðildarviðræðum Íslands og ESB? Nánast útilokað er að íslenskur landbúnaður verði áfram verndaður með tollum gangi Íslendingar í Evrópusambandið, sagði Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, á dögunum, á síðasta aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi. Nokkrum dögum fyrr, í lok janúar, lauk rýnifundi Íslands og ESB um landbúnaðarmál úti í Brussel. Blaðið hefur greint frá því að þar áréttaði samningahópur Íslands „mikilvægi þeirrar verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur í formi tollverndar". Álit meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarviðræður við ESB er grundvöllur núverandi samningaferlis Íslands. Þar leggur meirihlutinn áherslu á, í beinu framhaldi af umræðu um tollvernd, að mikilvægt sé að „leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað". Matvælaverð og bændurnirErna HauksdóttirFyrirheit sem þessi urðu Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, efni til að óttast það hér í blaðinu að ávinningur ferðaþjónustunnar af hugsanlegri inngöngu landsins í ESB kynni að verða minni en ella. Taldi Erna að Íslendingum yrði áfram gert að kaupa landbúnaðarvörur frá meginlandi Evrópu gegn „yfirgengilegum tollum". En hátt matarverð á Íslandi dregur úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, að mati Ernu. Fleiri hafa bent á að í aðildarviðræðunum kunni hagsmunir bænda og neytenda að stangast á. Þó skal þess getið að bændur telja tollvernd halda matarverði niðri. Alþingi reiknar vart með tollverndHarald AspelundFyrrgreind ummæli Stefáns Hauks hjá kúabændum má lesa á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðarsambandið ályktar sem svo að skoðun formannsins sé á skjön við meirihlutaálit utanríkismálanefndar og hefur mátt lesa svipaðar ályktanir víðar á vefnum. En í þeim kafla títtnefnds álits sem fjallar um þjóðhagsleg áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands segir: „Þó má ætla að breytingar muni verða á sviði landbúnaðar þar sem landbúnaðurinn mun þurfa að laga sig að breyttum reglum sem munu ekki síður varða neytendur vegna afnáms tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum frá ESB." Því má ljóst vera að utanríkismálanefnd Alþingis gerði sér grein fyrir því að innganga í ESB þýddi afnám tolla milli Íslands og ESB, enda hefur svo verið um allar aðrar þjóðir sem gengið hafa í sambandið. Öllu haldið opnuÞessum möguleika, að viðhalda tollvernd, er þó haldið opnum. Utanríkismálanefnd taldi enda ástæðu til að athuga hvort nauðsynlegt væri að „útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda". Harald Aspelund, varaformaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál, var spurður oftar en einu sinni um tollvernd á kynningarfundi hjá Mími símenntun fyrir skemmstu og hvort henni ætti að viðhalda. Til dæmis hvort til stæði að bjóða upp á franska osta hér á sambærilegu verði og á meginlandinu. „Við höfum ekki mótað okkur samningsafstöðu," svaraði Harald og treysti sér ekki til að kveða fastar að orði. Samningsafstaða Íslendinga verður ekki fastmótuð fyrr en að yfirstandandi rýniferli loknu, en því lýkur í sumar. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið nefndar til að viðhalda stuðningi við bændur, svo sem að fá íslenskan landbúnað flokkaðan sem heimskautalandbúnað, en það hefur í för með sér rýmri heimildir til niðurgreiðslna til bænda. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira