Hatur punktur is Svavar Gestsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að einhverju leyti á þetta sér skýringar í hruninu. Þar eru erfiðar ástæður vonbrigða og reiði. En hrunið mega menn samt ekki nota til þess að afsaka ofbeldistóninn í umræðunni. Hatrið einkennir sum blaðaskrif um þessar mundir, jafnvel heilu útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsþættina að sögn að ekki sé minnst á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt vegna þess að þjóðin þarf að finna farsæla niðurstöðu með samtölum en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú eftir hrunið en nokkru sinni fyrr. Málaflokkarnir sem þurfa heiðarlega opna og íhugula umræðu eru hvarvetna. Einn er stjórnskipun landsins sem er í mikilli óvissu um þessar mundir. Vilji er til að sameina hugina til endurbóta, en hverjar eiga endurbæturnar að verða? Til að vita það þarf fólk að tala saman. Það þarf að finna leið sem sameinar hina nýju möguleika lýðræðisins á fésbókunum og internetinu því sem er óhjákvæmilegt til að tryggja skýrar og markvissar niðurstöður umræðunnar. Það þarf að skapa frelsi til þess að tala og gera tillögur en líka frelsi til að komast að niðurstöðum. Samfélag verður aldrei leitt til farsældar öðru vísi en með niðurstöðum eftir eðlileg og opin skoðanaskipti. Annars endar umræðan í tómagangi og vonbrigðum. Nú virðist loksins samstaða um að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur sem við mörg okkar höfum barist fyrir áratugum saman. Þjóðin virðist vilja að þau mál verði ekki í höndunum á einum manni og þessi eini maður segist reyndar vera þreyttur á því að hafa svona ferlega mikla ábyrgð. Annar málaflokkur sem þarf að ræða vel eru atvinnumál. Þar virðast sumir halda að eina lausnin sé fólgin í því að byggja sem flest álver. Þó liggur fyrir að það hentar ekki orkulindum okkar. Þá er að horfast í augu við það. Hatursumræða um einstaklinga skapar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja atvinnuleysi sjálfir eða úr fjölskyldum sínum vita að það er alvarlegt og sárt fyrir þá sem því hafa kynnst. Það leysir ekki vanda þeirra að rækta hatrið. Nú vill svo til að umræðan um atvinnumál virðist opnari fyrir samstöðu um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Það eru ekki lengur alvarlegar deilur um einkaeign eða félagslega eign á fyrirtækjunum. Það eru ekki deilur um útlent eða innlent eignarhald. Það er deilt um það hvort þjóðin á að eiga auðlindirnar eða ekki en um það eru reyndar flestir sammála þegar betur er að gáð að þjóðin á að ráða yfir auðlindunum sem eigandi þeirra. Það eru engar alvarlegar deilur um að auðlindanýtingin eigi að vera sjálfbær – eða er það? Það er því engin ástæða til annars en að ætla að samstaða eigi að geta skapast um atvinnustefnuna enda sé auðlindanýtingin sjálfbær. Atvinnuleysið er ljótasta birtingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins. Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun. Ekki á atvinnuleysisbótum heldur á arðinum af vinnuafli þeirra sem ekki fá vinnu. Þriðji málaflokkurinn sem deilt er um eru umhverfis- og auðlindamál. Svo virðist sem margir séu beinlínis andvígir því að ræða þann málaflokk öðruvísi en með stóryrðum um einstaklinga. Allt tryllist þegar reynt er að fá skorið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti. Ekki má gagnrýna það að stórfyrirtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir óviðkomandi verkefni eins og gsm-síma og vegi. Greinilegt er reyndar að þeir sem reiðast eru sumir vanir því að ráða og reiðast af því að þeir ráða ekki lengur. En það er lýðræðisleg niðurstaða og þá er að vinna út frá því. Hatursræktun leysir heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem vilja fara vel með umhverfið eru að hugsa um barnabörnin sín. Viljum við það ekki öll? Þannig ber allt að þeim brunni að við eigum að geta náð samstöðu um þau stóru mál sem hér hafa verið nefnd án þess að opna fyrir hatursflóðin. Auðvitað eru ekki allir sammála. Auðvitað eru einhverjir sem vilja rækta hatrið af gömlum vana. En væri þá kannski sterkur leikur að þeir hinir sömu opnuðu sína eigin flóðgátt, eins konar sameiginlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is? Því ekki?
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun