Þriðjungur íslenskra lækna býr í útlöndum 28. febrúar 2011 18:00 Alls búa 509 íslenskir læknar í útlöndum, sem er þriðjungur allra íslenskra lækna. Í janúar síðastliðnum voru starfandi 1.071 læknir hér á landi, en þeir voru 1.157 árið 2008, samkvæmt upplýsingum frá Læknafélaginu. Gera má ráð fyrir því að stór hluti þeirra lækna sem dvelja erlendis séu þar í námi. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir verulega erfitt að fá íslenska lækna til landsins aftur og fátt kalli þá heim þegar atvinnuástandið er eins og raun ber vitni. Það sárvanti lækna hingað til lands. „Launin úti eru tvöföld, þreföld eða jafnvel fjórföld miðað við tekjurnar á Íslandi," segir Eyjólfur. „Þannig að það er fátt sem kallar heim." Eyjólfur segir það sífellt verða erfiðara að fá unga sérfræðinga til að snúa aftur heim til Íslands eftir nám. Að sama skapi hafi verið erfitt að halda læknum í landinu, þegar atvinna er ótrygg og verðlag hækkar sífellt. Í langan tíma hefur ekki tekist að ráða í átta stöður heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Eyjólfur bendir einnig á að margir læknar séu skráðir með lögheimili hér á landi, en ferðist á milli landa til þess að vinna. Mannskapurinn sem sé starfandi hér á landi segi ekki alla söguna. „Þá spyr maður sig, hversu lengi gengur það áður en fólk fer alfarið?" segir Eyjólfur. „Það eru mörg óveðurský á lofti, en auðvitað vonar maður að stjórnvöld sjái hvert stefnir áður en allt fer í óefni." Eyjólfur segir sérstaklega skorta yngstu læknana, frá aldrinum 30 til 45 ára. Eftir 10 ár fari meirihluti þeirra lækna sem eru starfandi á eftirlaun og þá verður erfitt að manna þær stöður verði engin breyting á. „Fólk er að fara fyrr út og kemur seinna eða yfirhöfuð ekki heim," segir Eyjólfur. „Það er kannski stærsti vandi heilbrigðiskerfisins núna." sunna@frettabladid.is Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alls búa 509 íslenskir læknar í útlöndum, sem er þriðjungur allra íslenskra lækna. Í janúar síðastliðnum voru starfandi 1.071 læknir hér á landi, en þeir voru 1.157 árið 2008, samkvæmt upplýsingum frá Læknafélaginu. Gera má ráð fyrir því að stór hluti þeirra lækna sem dvelja erlendis séu þar í námi. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir verulega erfitt að fá íslenska lækna til landsins aftur og fátt kalli þá heim þegar atvinnuástandið er eins og raun ber vitni. Það sárvanti lækna hingað til lands. „Launin úti eru tvöföld, þreföld eða jafnvel fjórföld miðað við tekjurnar á Íslandi," segir Eyjólfur. „Þannig að það er fátt sem kallar heim." Eyjólfur segir það sífellt verða erfiðara að fá unga sérfræðinga til að snúa aftur heim til Íslands eftir nám. Að sama skapi hafi verið erfitt að halda læknum í landinu, þegar atvinna er ótrygg og verðlag hækkar sífellt. Í langan tíma hefur ekki tekist að ráða í átta stöður heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Eyjólfur bendir einnig á að margir læknar séu skráðir með lögheimili hér á landi, en ferðist á milli landa til þess að vinna. Mannskapurinn sem sé starfandi hér á landi segi ekki alla söguna. „Þá spyr maður sig, hversu lengi gengur það áður en fólk fer alfarið?" segir Eyjólfur. „Það eru mörg óveðurský á lofti, en auðvitað vonar maður að stjórnvöld sjái hvert stefnir áður en allt fer í óefni." Eyjólfur segir sérstaklega skorta yngstu læknana, frá aldrinum 30 til 45 ára. Eftir 10 ár fari meirihluti þeirra lækna sem eru starfandi á eftirlaun og þá verður erfitt að manna þær stöður verði engin breyting á. „Fólk er að fara fyrr út og kemur seinna eða yfirhöfuð ekki heim," segir Eyjólfur. „Það er kannski stærsti vandi heilbrigðiskerfisins núna." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira