Fjölbreytileiki matar í ESB Kristján E. Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“. Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins. Nú vill svo til að ég deili því með Elíasi að vera mikill sælkeri og hef haft það fyrir sið er ég heimsæki önnur lönd að fara í stórmarkaði og kynna mér vöruúrval og ekki hvað síst verðlag. Það vill einnig svo vel til að ég er nú þessa mánuðina í námsleyfi og staddur við nám í Berlín. Eins og Elías kannski veit er ESB einn markaður fyrir landbúnaðarafurðir og því er allstaðar í sambandinu hægt að fá landbúnaðarvörur úr öllum afkimum þess. Hér í stórmörkuðum er því hægt að fá skinku frá Spáni eða Ítalíu, óteljandi tegundir osta t.d. frá Frakklandi og svo gæti ég lengi talið, fjölbreytileikinn er mikill, í alls konar pakkningum og tilverkað með ýmsum hætti. Og verðið maður! Franskur „Le Coq de France“ hvítostur, 200 gr. kostar eina evru! Hér er hins vegar ekki hægt að fá íslenska osta, hangikjöt eða súrsaða hrútspunga. Hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stórmarkaði erlendra stórborga. Hafi hann gert það hljómar þessi spurning hans aulaleg. Ísland er ekki í dag aðili að hinum stóra evrópska markaði hvað varðar landbúnaðarafurðir. Til að opna fyrir möguleika á sölu vissra íslenskralandbúnaðarafurða í Evrópu (og þá eingöngu óunninna afurða, s.s. lambakjöt í heilum skrokkum) hefur verið opnað fyrir innflutning á vissum evrópskum landbúnaðarafurðum til Íslands í mjög takmörkuðu magni og sem síðan eru settir á ofurtollar svo sala þeirra er óraunveruleg. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun fjölbreytileiki matar aukast verulega, frá öllum kimum sambandsins. Ef sælkerinn Elías á leið um Berlin á næstu mánuðum skal ég með ánægju sýna honum fjölbreytileika matar í ESB. Og svo gerum við verðkönnun. Með kveðju frá ESB-nötter í Berlín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“. Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins. Nú vill svo til að ég deili því með Elíasi að vera mikill sælkeri og hef haft það fyrir sið er ég heimsæki önnur lönd að fara í stórmarkaði og kynna mér vöruúrval og ekki hvað síst verðlag. Það vill einnig svo vel til að ég er nú þessa mánuðina í námsleyfi og staddur við nám í Berlín. Eins og Elías kannski veit er ESB einn markaður fyrir landbúnaðarafurðir og því er allstaðar í sambandinu hægt að fá landbúnaðarvörur úr öllum afkimum þess. Hér í stórmörkuðum er því hægt að fá skinku frá Spáni eða Ítalíu, óteljandi tegundir osta t.d. frá Frakklandi og svo gæti ég lengi talið, fjölbreytileikinn er mikill, í alls konar pakkningum og tilverkað með ýmsum hætti. Og verðið maður! Franskur „Le Coq de France“ hvítostur, 200 gr. kostar eina evru! Hér er hins vegar ekki hægt að fá íslenska osta, hangikjöt eða súrsaða hrútspunga. Hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stórmarkaði erlendra stórborga. Hafi hann gert það hljómar þessi spurning hans aulaleg. Ísland er ekki í dag aðili að hinum stóra evrópska markaði hvað varðar landbúnaðarafurðir. Til að opna fyrir möguleika á sölu vissra íslenskralandbúnaðarafurða í Evrópu (og þá eingöngu óunninna afurða, s.s. lambakjöt í heilum skrokkum) hefur verið opnað fyrir innflutning á vissum evrópskum landbúnaðarafurðum til Íslands í mjög takmörkuðu magni og sem síðan eru settir á ofurtollar svo sala þeirra er óraunveruleg. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun fjölbreytileiki matar aukast verulega, frá öllum kimum sambandsins. Ef sælkerinn Elías á leið um Berlin á næstu mánuðum skal ég með ánægju sýna honum fjölbreytileika matar í ESB. Og svo gerum við verðkönnun. Með kveðju frá ESB-nötter í Berlín.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun