Fjölbreytileiki matar í ESB Kristján E. Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“. Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins. Nú vill svo til að ég deili því með Elíasi að vera mikill sælkeri og hef haft það fyrir sið er ég heimsæki önnur lönd að fara í stórmarkaði og kynna mér vöruúrval og ekki hvað síst verðlag. Það vill einnig svo vel til að ég er nú þessa mánuðina í námsleyfi og staddur við nám í Berlín. Eins og Elías kannski veit er ESB einn markaður fyrir landbúnaðarafurðir og því er allstaðar í sambandinu hægt að fá landbúnaðarvörur úr öllum afkimum þess. Hér í stórmörkuðum er því hægt að fá skinku frá Spáni eða Ítalíu, óteljandi tegundir osta t.d. frá Frakklandi og svo gæti ég lengi talið, fjölbreytileikinn er mikill, í alls konar pakkningum og tilverkað með ýmsum hætti. Og verðið maður! Franskur „Le Coq de France“ hvítostur, 200 gr. kostar eina evru! Hér er hins vegar ekki hægt að fá íslenska osta, hangikjöt eða súrsaða hrútspunga. Hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stórmarkaði erlendra stórborga. Hafi hann gert það hljómar þessi spurning hans aulaleg. Ísland er ekki í dag aðili að hinum stóra evrópska markaði hvað varðar landbúnaðarafurðir. Til að opna fyrir möguleika á sölu vissra íslenskralandbúnaðarafurða í Evrópu (og þá eingöngu óunninna afurða, s.s. lambakjöt í heilum skrokkum) hefur verið opnað fyrir innflutning á vissum evrópskum landbúnaðarafurðum til Íslands í mjög takmörkuðu magni og sem síðan eru settir á ofurtollar svo sala þeirra er óraunveruleg. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun fjölbreytileiki matar aukast verulega, frá öllum kimum sambandsins. Ef sælkerinn Elías á leið um Berlin á næstu mánuðum skal ég með ánægju sýna honum fjölbreytileika matar í ESB. Og svo gerum við verðkönnun. Með kveðju frá ESB-nötter í Berlín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“. Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins. Nú vill svo til að ég deili því með Elíasi að vera mikill sælkeri og hef haft það fyrir sið er ég heimsæki önnur lönd að fara í stórmarkaði og kynna mér vöruúrval og ekki hvað síst verðlag. Það vill einnig svo vel til að ég er nú þessa mánuðina í námsleyfi og staddur við nám í Berlín. Eins og Elías kannski veit er ESB einn markaður fyrir landbúnaðarafurðir og því er allstaðar í sambandinu hægt að fá landbúnaðarvörur úr öllum afkimum þess. Hér í stórmörkuðum er því hægt að fá skinku frá Spáni eða Ítalíu, óteljandi tegundir osta t.d. frá Frakklandi og svo gæti ég lengi talið, fjölbreytileikinn er mikill, í alls konar pakkningum og tilverkað með ýmsum hætti. Og verðið maður! Franskur „Le Coq de France“ hvítostur, 200 gr. kostar eina evru! Hér er hins vegar ekki hægt að fá íslenska osta, hangikjöt eða súrsaða hrútspunga. Hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stórmarkaði erlendra stórborga. Hafi hann gert það hljómar þessi spurning hans aulaleg. Ísland er ekki í dag aðili að hinum stóra evrópska markaði hvað varðar landbúnaðarafurðir. Til að opna fyrir möguleika á sölu vissra íslenskralandbúnaðarafurða í Evrópu (og þá eingöngu óunninna afurða, s.s. lambakjöt í heilum skrokkum) hefur verið opnað fyrir innflutning á vissum evrópskum landbúnaðarafurðum til Íslands í mjög takmörkuðu magni og sem síðan eru settir á ofurtollar svo sala þeirra er óraunveruleg. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun fjölbreytileiki matar aukast verulega, frá öllum kimum sambandsins. Ef sælkerinn Elías á leið um Berlin á næstu mánuðum skal ég með ánægju sýna honum fjölbreytileika matar í ESB. Og svo gerum við verðkönnun. Með kveðju frá ESB-nötter í Berlín.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun