Hrós úr óvæntri átt Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Hinn 15. febrúar sl. birtist hér í blaðinu grein eftir hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem kunnur er fyrir annað en að tala hlýlega um íslenska aflamarkskerfið í sjávarútvegi. Það vakti athygli mína að hann sagði m.a. eftirfarandi: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo“. Ánægjulegt er hversu prófessorinn er bjartsýnn fyrir hönd íslensks sjávarútvegs en örðugt er að vita á hvaða grundvelli þessi spádómur er reistur. Byggir hann á því að aflamarkskerfið verði áfram í lítt breyttri mynd eða að stjórnvöld taki til sín ákveðið hlutfall aflaheimilda á hverju ári og selji hæstbjóðanda? Sé ályktun hans reist á síðari leiðinni væri athyglisvert að fá útlistað hvar í heiminum allar aflaheimildir séu seldar á uppboði og hvaða árangri slíkar uppboðsleiðir hafi skilað við stjórn fiskveiða. Í þessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp stöðu íslensks sjávarútvegs fyrir daga aflamarkskerfis með einstaklingsbundnum og framseljanlegum aflaheimildum en það kerfi kom til framkvæmda 1. janúar 1991. Fyrir daga kerfisins var ógjarnan veitt verulega umfram ráðgjöf fiskifræðinga og sjávarútvegurinn var oft rekinn með halla (á síðara atriðið er t.d. bent í skýrslu svokallaðrar endurskoðunarnefndar frá árinu 2001, bls. 21). Jafnframt blés ekki byrlega fyrir íslenskan sjávarútveg á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar. Sem dæmi var í ársbyrjun 1992 talið að fiskvinnslan hefði búið yfir 8% halla en útgerð við 2% hagnað, sbr. t.d. Alþingistíðindi 1993-1994, A-deild, bls. 1595. Samkvæmt sömu heimild var áætlað að heildarskuldir sjávarútvegsins næmu 95 milljörðum króna. Þegar litið er til þessarar upprifjunar má segja að það hafi vissa kosti að skapa engan arð af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar því þá þarf ekki að deila um skiptingu hans. Sé markmiðið hins vegar að skapa þjóðhagslegan arð með skipulagi fiskveiða í atvinnuskyni þarf að skapa umgjörð sem stuðlar að slíku. Ein leið við að ná þessu markmiði er að skilgreina aflaheimildir einstakra atvinnurekenda með skýrum hætti og gera þær framseljanlegar. Reynslan af þessu fyrirkomulagi á Íslandi bendir til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi hafi aukist og er það í reynd viðurkennt í fyrrnefndri blaðagrein hagfræðiprófessorsins. Telja verður það hrós úr óvæntri átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hinn 15. febrúar sl. birtist hér í blaðinu grein eftir hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem kunnur er fyrir annað en að tala hlýlega um íslenska aflamarkskerfið í sjávarútvegi. Það vakti athygli mína að hann sagði m.a. eftirfarandi: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo“. Ánægjulegt er hversu prófessorinn er bjartsýnn fyrir hönd íslensks sjávarútvegs en örðugt er að vita á hvaða grundvelli þessi spádómur er reistur. Byggir hann á því að aflamarkskerfið verði áfram í lítt breyttri mynd eða að stjórnvöld taki til sín ákveðið hlutfall aflaheimilda á hverju ári og selji hæstbjóðanda? Sé ályktun hans reist á síðari leiðinni væri athyglisvert að fá útlistað hvar í heiminum allar aflaheimildir séu seldar á uppboði og hvaða árangri slíkar uppboðsleiðir hafi skilað við stjórn fiskveiða. Í þessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp stöðu íslensks sjávarútvegs fyrir daga aflamarkskerfis með einstaklingsbundnum og framseljanlegum aflaheimildum en það kerfi kom til framkvæmda 1. janúar 1991. Fyrir daga kerfisins var ógjarnan veitt verulega umfram ráðgjöf fiskifræðinga og sjávarútvegurinn var oft rekinn með halla (á síðara atriðið er t.d. bent í skýrslu svokallaðrar endurskoðunarnefndar frá árinu 2001, bls. 21). Jafnframt blés ekki byrlega fyrir íslenskan sjávarútveg á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar. Sem dæmi var í ársbyrjun 1992 talið að fiskvinnslan hefði búið yfir 8% halla en útgerð við 2% hagnað, sbr. t.d. Alþingistíðindi 1993-1994, A-deild, bls. 1595. Samkvæmt sömu heimild var áætlað að heildarskuldir sjávarútvegsins næmu 95 milljörðum króna. Þegar litið er til þessarar upprifjunar má segja að það hafi vissa kosti að skapa engan arð af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar því þá þarf ekki að deila um skiptingu hans. Sé markmiðið hins vegar að skapa þjóðhagslegan arð með skipulagi fiskveiða í atvinnuskyni þarf að skapa umgjörð sem stuðlar að slíku. Ein leið við að ná þessu markmiði er að skilgreina aflaheimildir einstakra atvinnurekenda með skýrum hætti og gera þær framseljanlegar. Reynslan af þessu fyrirkomulagi á Íslandi bendir til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi hafi aukist og er það í reynd viðurkennt í fyrrnefndri blaðagrein hagfræðiprófessorsins. Telja verður það hrós úr óvæntri átt.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun