Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone 4. júlí 2011 15:36 Mark Webber og Sebastian Vettel eru góðum málum í stigakeppi ökumanna. Vettel er í fyrsta sæti og Webber þriðji. AP mynd: Alberto Saiz Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamótinu á næstu menn, sem eru Jenson Button hjá McLaren og Mark Webber hjá Red Bull. „Breski kappaksturinn er augljóslega einn af hápunktum keppnistímabilsins og Silverstone er sérlega virt braut. Það hefur verið lögð mikil vinna í svæðið síðasta árið og nýtt þjónustusvæði lítur vel út", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. „Brautin hentar okkar bíl eins og hefur sannast síðustu ár, en það kemur í ljós hvort það sama verður upp á teningnum í ár. Ég stefni á toppárangur fyrir alla þá sem starfa í Milton Keynes, í næsta nágrenni", sagði Vettel, en höfuðstöðvar Red Bull liðsins eru í þeim bæ, sem er í 30 km fjarlægð frá brautinni að sögn Webber, liðsfélaga Vettel. „Silverstone brautin er ein af uppáhaldsbratum mínum. Breskir áhorfendur eru sérstakir og styðja sitt fólk og eru mjög upplýsir um íþróttina og sanngjarnir þegar þeir meta frammistöðu og árangur" sagði Webber. „Það er búið að færa rás og endmarkskaflann og við sjáum hvaða áhrif það hefur. Hinar öfgakenndu blöndur af beygjum á brautinni eru ánægjugefandi fyrir ökumenn. Það eru hraðar beygjur og við verðum að bregðast við erfiðum aðstæðum hvað veður varðar. Copse, Maggots og Becketts og Chapel eru fjórar af bestu beygjunum í Formúlu 1", sagði Webber. Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamótinu á næstu menn, sem eru Jenson Button hjá McLaren og Mark Webber hjá Red Bull. „Breski kappaksturinn er augljóslega einn af hápunktum keppnistímabilsins og Silverstone er sérlega virt braut. Það hefur verið lögð mikil vinna í svæðið síðasta árið og nýtt þjónustusvæði lítur vel út", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. „Brautin hentar okkar bíl eins og hefur sannast síðustu ár, en það kemur í ljós hvort það sama verður upp á teningnum í ár. Ég stefni á toppárangur fyrir alla þá sem starfa í Milton Keynes, í næsta nágrenni", sagði Vettel, en höfuðstöðvar Red Bull liðsins eru í þeim bæ, sem er í 30 km fjarlægð frá brautinni að sögn Webber, liðsfélaga Vettel. „Silverstone brautin er ein af uppáhaldsbratum mínum. Breskir áhorfendur eru sérstakir og styðja sitt fólk og eru mjög upplýsir um íþróttina og sanngjarnir þegar þeir meta frammistöðu og árangur" sagði Webber. „Það er búið að færa rás og endmarkskaflann og við sjáum hvaða áhrif það hefur. Hinar öfgakenndu blöndur af beygjum á brautinni eru ánægjugefandi fyrir ökumenn. Það eru hraðar beygjur og við verðum að bregðast við erfiðum aðstæðum hvað veður varðar. Copse, Maggots og Becketts og Chapel eru fjórar af bestu beygjunum í Formúlu 1", sagði Webber.
Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira