Engar heimildir fyrir niðurníðslu Hjálmar Sveinsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun