Erlent

Segja Rússa ekki líða spillingu lengur

Frá mótmælunum í gær
Frá mótmælunum í gær mynd/AFP
Tugir þúsunda komu saman í Moskvu í gær til að vekja athygli á meintu kosningasvindli í þingkosningunum fyrr í þessum mánuði. Skipuleggjendur mótmælana segja Rússa ekki líða spillingu lengur.

Úrslit þingkosningana sem fóru fram fjórða desember hafa vakið mikla reiði í Rússlandi en margir saka flokk vladimirs pútíns forsætisráðherra um kosningasvindl. Putin hyggst bjóða sig fram til forseta rússlands á nýju ári en tugþúsundir mótmælenda strengdu þess heit í gær að kjósa hann ekki.

Mótmælendur komu saman í flestum héruðum rússlands í gær en stærst voru mótmælin í Moskvu. Rússneska innanríkisráðuneytið sagði tuttugu og áttaþúsund manns hafa komið saman þar en skipuleggjendur mótmælana segja það ekki rétt, um eitt hundrað og tuttugu þúsund manns hafi mótmælt þar í gær.

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi sovétríkjana, ætlaði sér að mæta og taka þátt í mótmælunum. Hann kom hins vegar ekki en sendi mótmælendum stuðningskveðjur þess í stað og sagði í viðtalið við Moscow echo, útvarpstöðina að Pútín ætti ekki að bjóða sig fram aftur til forseta.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði talsmaður pútins að hann væri sannfærður um að Pútín myndi fá góða kosningu og verða næsti forseti rússlands. Hann væri hæfari en samkeppnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×