Sífellt flóknara starfsumhverfi Gústaf Adolf Skúlason skrifar 20. apríl 2011 09:00 Einfölduð mynd af flóknu ferli orkuöflunar Regluverk orkunýtingar er óhemju flókið, sem og starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja almennt. Nefna má dæmi um að ein og sama framkvæmdin hafi þurft að fara yfir tuttugu sinnum til umsagnar hjá sömu opinberu aðilunum. Hér til hliðar gefur að líta einfaldaða mynd af regluverki orkuöflunar, sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Samorku fyrir þremur árum. Síðan þá hafa ýmsar breytingar orðið sem síst einfalda þetta ferli eða rekstur þessara fyrirtækja. Samorka, Samtök atvinnulífsins, Jarðhitafélag Íslands og stýrihópur ríkisstjórnarinnar um mótun heildstæðrar orkustefnu eru dæmi um aðila sem mælt hafa með einföldun þessa regluverks, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Ekkert lát er hins vegar á lagafrumvörpum – stjórnarfrumvörpum – sem enn flækja þetta ferli og/eða starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækjanna almennt. Ef einungis er horft til núverandi þings má nefna eftirtalin dæmi: - Frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum, þar sem fyrirtæki í opinberri eigu að 75% hluta eða meira eru sett undir upplýsingalög, nema að fenginni undanþágu ráðherra. Vandséð er hvernig fyrirtæki í raforkuframleiðslu og -sölu, samkeppnisstarfsemi að lögum, geta lotið ákvæðum upplýsingalaga, nema með gríðarlegum tilkostnaði og óhagræði. - Frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, þar sem í raun er gerð sú eftirábreyting á vinnu við gerð rammaáætlunar að öll svæði sem hlotið hafa einhvers konar friðlýsingu eru undanskilin, nema heimildar til orkuvinnslu sé sérstaklega getið í friðlýsingarskilmálum. Enginn veit hvað þetta ákvæði þýðir í raun, enda friðlýsingarskilmálar gríðarlega misjafnir, utan að þetta mun fyrirfram útiloka fjölda álitlegra virkjunarkosta, þar með talið að minnsta kosti þriðjung alls virkjanlegs háhita sem enn er ónýttur í landinu. - Frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem lögð er til veruleg stytting leyfilegs leigutíma orkuauðlinda í eigu opinberra aðila. Slík stytting myndi leiða til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftatíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, til heimila, fyrirtækja og stofnana. n Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á vatnalögum, þar sem lagt er til nýtt ákvæði um tilkynningaskyldu allra framkvæmda sem tengjast vatni og vatnafari, að því er virðist einnig minniháttar viðhaldsframkvæmda sem vel rúmast innan þegar útgefinna framkvæmdaleyfa. - Frumvarp umhverfisráðherra um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kæruaðild er opnuð öllum hvað varðar ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar matsskyldra framkvæmda. Þarna skal lögð til hliðar krafan um málsaðild kærenda líkt og finna má í stjórnsýslulögum og víðar, þvert gegn áliti réttarfarsnefndar. Ekkert hinna Norðurlandaríkjanna hefur enda kosið að fara þessa leið, sem leitt getur til algerrar holskeflu kærumála sem gætu nær lamað umrædda úrskurðarnefnd, ef marka má afgreiðslutíma forvera hennar, og sett þannig framkvæmdir í algert uppnám. Tekið skal fram að almenningi gefast ítrekuð færi á gerð athugasemda við umrædd mál fyrr í ferlinu. - Þá hefur umhverfisráðuneytið kynnt drög að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem lögð er til veruleg fjölgun þeirra tegunda náttúrufyrirbæra sem njóta skuli sérstakrar verndar. Ennfremur er þar lagt til að orðalagið um að forðast skuli röskun víki fyrir orðalagi um að óheimilt sé að raska slíkum fyrirbærum nema brýna nauðsyn beri til. Brýn nauðsyn er afar stíf krafa þegar heimila á framkvæmdir, eða hafna þeim. Verulegt áhyggjuefniVissulega má ýmislegt gott segja um sum þessara mála og eðli málsins samkvæmt eru þau öll vanreifuð hér í svo stuttri samantekt. Eftir stendur þó að nær stöðugur straumur stjórnarfrumvarpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er verulegt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal annars sífellt lengri framkvæmdatími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt aukinn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs til neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Einfölduð mynd af flóknu ferli orkuöflunar Regluverk orkunýtingar er óhemju flókið, sem og starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja almennt. Nefna má dæmi um að ein og sama framkvæmdin hafi þurft að fara yfir tuttugu sinnum til umsagnar hjá sömu opinberu aðilunum. Hér til hliðar gefur að líta einfaldaða mynd af regluverki orkuöflunar, sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Samorku fyrir þremur árum. Síðan þá hafa ýmsar breytingar orðið sem síst einfalda þetta ferli eða rekstur þessara fyrirtækja. Samorka, Samtök atvinnulífsins, Jarðhitafélag Íslands og stýrihópur ríkisstjórnarinnar um mótun heildstæðrar orkustefnu eru dæmi um aðila sem mælt hafa með einföldun þessa regluverks, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Ekkert lát er hins vegar á lagafrumvörpum – stjórnarfrumvörpum – sem enn flækja þetta ferli og/eða starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækjanna almennt. Ef einungis er horft til núverandi þings má nefna eftirtalin dæmi: - Frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum, þar sem fyrirtæki í opinberri eigu að 75% hluta eða meira eru sett undir upplýsingalög, nema að fenginni undanþágu ráðherra. Vandséð er hvernig fyrirtæki í raforkuframleiðslu og -sölu, samkeppnisstarfsemi að lögum, geta lotið ákvæðum upplýsingalaga, nema með gríðarlegum tilkostnaði og óhagræði. - Frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, þar sem í raun er gerð sú eftirábreyting á vinnu við gerð rammaáætlunar að öll svæði sem hlotið hafa einhvers konar friðlýsingu eru undanskilin, nema heimildar til orkuvinnslu sé sérstaklega getið í friðlýsingarskilmálum. Enginn veit hvað þetta ákvæði þýðir í raun, enda friðlýsingarskilmálar gríðarlega misjafnir, utan að þetta mun fyrirfram útiloka fjölda álitlegra virkjunarkosta, þar með talið að minnsta kosti þriðjung alls virkjanlegs háhita sem enn er ónýttur í landinu. - Frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem lögð er til veruleg stytting leyfilegs leigutíma orkuauðlinda í eigu opinberra aðila. Slík stytting myndi leiða til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftatíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, til heimila, fyrirtækja og stofnana. n Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á vatnalögum, þar sem lagt er til nýtt ákvæði um tilkynningaskyldu allra framkvæmda sem tengjast vatni og vatnafari, að því er virðist einnig minniháttar viðhaldsframkvæmda sem vel rúmast innan þegar útgefinna framkvæmdaleyfa. - Frumvarp umhverfisráðherra um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kæruaðild er opnuð öllum hvað varðar ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar matsskyldra framkvæmda. Þarna skal lögð til hliðar krafan um málsaðild kærenda líkt og finna má í stjórnsýslulögum og víðar, þvert gegn áliti réttarfarsnefndar. Ekkert hinna Norðurlandaríkjanna hefur enda kosið að fara þessa leið, sem leitt getur til algerrar holskeflu kærumála sem gætu nær lamað umrædda úrskurðarnefnd, ef marka má afgreiðslutíma forvera hennar, og sett þannig framkvæmdir í algert uppnám. Tekið skal fram að almenningi gefast ítrekuð færi á gerð athugasemda við umrædd mál fyrr í ferlinu. - Þá hefur umhverfisráðuneytið kynnt drög að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem lögð er til veruleg fjölgun þeirra tegunda náttúrufyrirbæra sem njóta skuli sérstakrar verndar. Ennfremur er þar lagt til að orðalagið um að forðast skuli röskun víki fyrir orðalagi um að óheimilt sé að raska slíkum fyrirbærum nema brýna nauðsyn beri til. Brýn nauðsyn er afar stíf krafa þegar heimila á framkvæmdir, eða hafna þeim. Verulegt áhyggjuefniVissulega má ýmislegt gott segja um sum þessara mála og eðli málsins samkvæmt eru þau öll vanreifuð hér í svo stuttri samantekt. Eftir stendur þó að nær stöðugur straumur stjórnarfrumvarpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er verulegt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal annars sífellt lengri framkvæmdatími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt aukinn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs til neytenda.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar