Hafa skal það sem sannara reynist Guðný Ýr Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 15:00 Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir.
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun