Að halla réttu máli Heiðar Már Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar