
22 ára afmælisbarn
Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratugum fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um réttindi barna“ árið 1923 sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóðleg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu samtökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal.
Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann.
Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brotið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsingar á börnum þó að barnasáttmálinn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúkdóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu.
Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 milljarðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010).
Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahagslega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfiðar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahagslegra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælisbarni tilhlýðilega virðingu.
Skoðun

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar