Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi SB skrifar 20. janúar 2011 10:11 Frá upphafi réttarhaldanna í morgun. Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira