Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi SB skrifar 20. janúar 2011 10:11 Frá upphafi réttarhaldanna í morgun. Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira