Erlent

Fósturlát líklegra en fæðing eftir að kona nær fertugu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konur sem eru 35 ára gamlar eru sex sinnum líklegri til að glíma við ófrjósemisvanda en konur sem eru tíu árum yngri.
Konur sem eru 35 ára gamlar eru sex sinnum líklegri til að glíma við ófrjósemisvanda en konur sem eru tíu árum yngri.
Eftir að kona hefur náð fertugu eru meiri líkur á fósturláti en að hún ali barn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef Daily Mail.

Sömu niðurstöður benda til þess að konur sem eru orðnar 35 ára gamlar séu sex sinnum líklegri til þess að glíma við ófrjósemisvanda en konur sem eru tíu árum yngri. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til þess að meiri líkur séu á alvarlegum heilsufarsvandamálum hjá bæði móður og barni eftir því sem móðir er eldri.

Á fréttavef Daily Mail segir að rannsóknin varpi skýru ljósi á hættur þess að fólk bíði of lengi með það að eignast börn. Hins vegar sé staðreyndin sú að á síðustu árum hafi meðalaldur foreldra hækkað töluvert. Vísbendingar séu um að fjöldi mæðra sem eignast börn eftir fertugt hafi þrefaldast á undanförnum 20 árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×